Vísun máls til nefndar

104. fundur
Miðvikudaginn 09. mars 1994, kl. 13:47:57 (4878)


[13:47]
     Kristinn H. Gunnarsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Nú háttar svo til mínum degi að ég er búinn að ráðstafa honum svo að ég á erfitt með að vera hér viðstaddur rétt fyrir kl. 4. Mér þykir miður ef forseti ætlar sér ekki að láta greiða atkvæði um 4. dagskrármálið fyrr en þá. Hitt er mér kunnugt um að óskin um að flytja 12. dagskrármálið fram fyrir 11. er af svipuðum ástæðum annars þingmanns og ég vænti þess að hæstv. forseti taki tillit til beggja þingmanna þegar svona stendur á.