Hæstiréttur Íslands

109. fundur
Þriðjudaginn 15. mars 1994, kl. 15:10:00 (5072)


[15:10]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tel að þessar skýringar hv. 6. þm. Reykv. séu fullnægjandi í þessu máli. Það kemur fram að að hennar mati sé það svo að í aðskilnaðarlögunum séu ákvæði sem eigi við um héraðsdómara sem í rauninni séu að efni og anda lík því sem hér er verið að gera tillögur um að því er varðar hæstaréttardómara. Ég tel hins vegar mjög mikilvægt að þetta komi fram. Sérstaklega vegna þess að málið fékk ekki sérstaklega efnislega meðferð í þeim skjölum sem komu frá nefndinni að ég held. Ég þakka fyrir þetta svar. Ég tel það fullnægjandi miðað við aðstæður og mikilvægt að það hafi komið fram miðað við það hvernig þessi mál liggja. Ég lít reyndar þannig á eftir svar hv. þm. að það sé skoðun hennar og nefndarinnar að það sé full ástæða til þess að íhuga þessi mál með hliðsjón af þeim lagaákvæðum í aðskilnaðarlögunum sem gilda um héraðsdómara.