Framhald umræðu um búvörulög

109. fundur
Þriðjudaginn 15. mars 1994, kl. 21:41:05 (5119)


[21:41]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Hæstv. landbrh. sagði að honum þætti það sérkennilegt að fresta umræðu vegna þess að til væri kallaður einhver ráðherra sem fjallaði ekki um málið. Nú vill það svo til að sú brtt. sem við erum með til umfjöllunar er afsprengi samkomulags formanna stjórnarflokkanna, afsprengi samkomulags hæstv. forsrh. og hæstv. utanrrh. sem var gert að hæstv. landbrh. fjarstöddum. Hæstv. landbrh. var að sinna ráðstefnuhaldi norður í landi og sprengingum á Vestfjörðum meðan þeir hæstv. ráðherrar sem hafa tekið hér við yfirstjórn landbúnaðarmálanna, hæstv. forsrh. og hæstv. utanrrh., gengu frá því sem samkomulagi sem hér er verið að fjalla um þannig að ég hlýt að telja það fullkomlega eðlilegt að nærveru þeirra sé óskað.