Um dagskrá

112. fundur
Föstudaginn 18. mars 1994, kl. 17:16:50 (5377)


     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Forseti vill af þessu tilefni lesa hér upp eina málsgrein úr þingskapalögum, 63. gr., en þar stendur:
    ,,Forseti getur heimilað, ef ósk berst um það frá flutningsmanni eða flutningsmönnum og enginn þingmaður andmælir því, að umræður fari fram um tvö eða fleiri dagskrármál í einu ef þau fjalla um skyld efni eða það þykir hagkvæmt af öðrum ástæðum.``
    Forseti vill taka tillit til þeirra ábendinga sem hér hafa komið fram um fundartímann og hyggst því ekki taka fleiri mál á dagskrá á þessum fundi.