Útflutningur hrossa

129. fundur
Þriðjudaginn 12. apríl 1994, kl. 16:36:19 (6168)


[16:36]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hæstv. ráðherra kom með stöðluð viðbrögð þegar talið barst að samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði og landbúnaðarmálin. Ég ætla ekki að fara í neinar þrætur við hæstv. ráðherra um það en í framhaldi af orðum ráðherrans hlýt ég hins vegar að bera fram eina spurningu. Hún er sú hvort hæstv. ráðherra hafi á haustmánuðum árið 1991 og í framhaldi, áður en gengið var frá samningnum, gert tilraun til að fá lækkun á þessum tolli á hross flutt inn til Evrópulanda.