Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

133. fundur
Föstudaginn 15. apríl 1994, kl. 10:45:43 (6369)

[10:45]
     Kristín Einarsdóttir :
    Frú forseti. Við kvennalistakonur höfum ætíð viljað efla og styrkja umhvrn. Við teljum sjálfsagt að flytja málaflokka sem eðlilega heyra undir umhvrn. sem eru í öðrum ráðuneytum til umhvrn. Þetta frv., sem við erum nú að greiða atkvæði um, gerir ráð fyrir að flytja matvælaeftirlit og heilbrigðiseftirlit Hollustuverndar ríkisins frá heilbrrn. yfir til umhvrn. Ég tel að það muni hvorki styrkja né efla umhvrn. að þessir málaflokkar fari til þess ráðuneytis, heldur þvert á móti. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessu frv.