Tilkynning um utandagskrárumræðu

138. fundur
Miðvikudaginn 20. apríl 1994, kl. 13:35:58 (6492)

    
     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti taka það fram að fyrirhuguð er utandagskrárumræða í dag skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapalaga, þ.e. hálftíma umræða, að beiðni hv. 18. þm. Reykv., Kristínar Ástgeirsdóttur, og beinir hún máli sínu til hæstv. heilbr.- og trmrh. Umræðuefnið er verkfall meinatækna. Þessi umræða hafði verið fyrirhuguð kl. 18, en þar sem forseta er kunnugt um að það stenst ekki nægilega vel samkomulag sem gert hafði verið hér meðal formanna þingflokka þá hefur forseti ákveðið að halda fund með formönnum þingflokka að lokinni atkvæðagreiðslu til þess að reyna að ná niðurstöðu um það klukkan hvað sú umræða fer fram.