Samningur um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands

138. fundur
Miðvikudaginn 20. apríl 1994, kl. 14:02:33 (6498)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Forseta er vel kunnugt um þetta samkomulag sem gert var, enda er það engan veginn ákveðið að þetta mál verði tekið á dagskrá, en það þótti ekki óeðlilegt að hafa fleiri mál á dagskránni ef þannig vildi til að enginn vildi tala í 11. dagskrármálinu sem aldrei er hægt að vita fyrir fram og 12. dagskrármál er samkomulagsmál þannig að það er hér á dagskrá til vara. Forseti mun hitta formenn þingflokka hér á eftir og getur þá m.a. rætt þetta mál við þá.