Samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna

144. fundur
Fimmtudaginn 28. apríl 1994, kl. 18:41:50 (6769)



[18:41]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það var á grundvelli ræðu hv. þm. þar sem þingmaðurinn talaði um óheppilegar aukaverkanir sem ég skildi sem svo að væru aukaverkanir af þeim takmörkunum sem er verið að gera tillögur um á framsali aflaheimilda. Það var á grundvelli þess sem ég varpaði fram minni spurningu til hv. þm. Það þarf ekki í sjálfu sér langar ræður eða mikinn tillöguflutning til þess að menn geri grein fyrir grundvallarafstöðu sinni hvað það snertir hvort fiskveiðunum á að stjórna með framseljanlegu aflamarki. Til þess nægir að mínu mati fyllilega helmingur af þeim tíma sem við höfum til andsvara. Út frá þeim forsendum þarf ég því ekkert að draga til baka það sem ég spurði um áðan.