Stjórn fiskveiða

144. fundur
Fimmtudaginn 28. apríl 1994, kl. 23:49:34 (6789)


[23:49]
     Frsm. 2. minni hluta sjútvn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég get sagt þér það að ég þekki sjómenn við Skagafjörð býsna vel, starfaði með þeim í ein tíu ár, býsna náið, og ég lái þeim það ekki að standa með félögum sínum. Ég lái þeim það ekki. Ég bara met þá frekar fyrir það að sjómenn skuli þó standa saman. Það gerðu þeir. Svo má um hitt deila. En það sem ég finn að er að menn skyldu ekki hafa leyst þetta verkfall á annan hátt. Menn þurftu ekki að grípa svo hastarlega inn í lögin um stjórn fiskveiða eins og hér er verið að gera, menn þurftu ekki að gera það. En ég veit að sjómenn við Skagafjörð vita alveg hvað stjórnunarkerfi fiskveiða hefur gefið þeim og öðrum sjómönnum.