Stjórn fiskveiða

144. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 01:22:16 (6800)


[01:22]
     Gunnlaugur Stefánsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég var spurður um það af hverju við hefðum ekki viljað taka undir þá tillögu sem fram kom um að heimila aflamarksbátum undir sex tonnum, sem mér skilst að séu um 200 talsins, að velja að fara aftur inn í krókaleyfið. Það má segja að það hafi fremur verið gagnrýnt hið gagnstæða, að krókaleyfisbátarnir væru of margir. Hugmyndin felst í því að aflamarksbátarnir hefðu þá komið með aflahlutdeildina sína og lagt hana við heildarpottinn. (Forseti hringir.) Virðulegur forseti. Ég held að hér hafi orðið mistök því ég er að tala á tíma.
    ( Forseti (VS) : Forseti hafði tilkynnt að ræðutími væri ein mínúta hverju sinni. Hv. þm. hefur lokið við þessa einu mínútu.)
    Ég tek mark á því.