Stjórn fiskveiða

144. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 01:26:59 (6804)


[01:26]
     Gunnlaugur Stefánsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er náttúrlega öllum kunnugt um það að afli smábátanna á síðasta fiskveiðiári var eitthvað um 24.000 tonn og hann stefnir í það á þessu ári að ná a.m.k. 20.000 tonnum þó það sé erfitt um það að spá. Þetta hefur öllum verið kunnugt og allir geta séð fyrir um. Það er alveg ljóst að þessi afli kemur af heildaraflanum og hæstv. sjútvrh. kunna að meta þetta og taka tillit til þess. Það er því rétt að hv. þm. Jóhannes Geir Sigurgeirsson skoði það alveg niður í kjölinn hvernig hann ætlar sér þá, án þess að það verði tekið tillit til heildarstofnsins, að tryggja það að þessi útvegur geti bjargast með einhverjum hætti út úr þrengingunum sem blasa við okkur núna. Þetta er kjarnaspurningin.