Stjórn fiskveiða

144. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 01:29:17 (6806)


[01:29]
     Gunnlaugur Stefánsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég verð að minna hv. þm. á það að sú mikla fjölgun, sem ég ræddi og hann var að staðfesta að hefði orðið, varð fyrir árið 1991, þeim hefur þá ekki fjölgað frá árinu 1991 heldur varð þessi fjölgun öll á síðasta áratug. Það er dálítið merkilegt að heyra nú hv. þm. Framsfl. lýsa því yfir að þetta hefðum við svo sem ekkert viljað en varð samt. Þetta minnir mig á annað spakmæli sem segir: Það sem ég vil það geri ég ekki og það sem ég geri það vil ég ekki. Ekki trúi ég því að Framsfl. með forræði sjávarútvegsmála jafnlengi, allan síðasta áratug, hefði unað því svona lengi að hafa ekki ráðið stefnunni í sjávarútvegsmálum eftir allt saman.