Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 18:27:05 (7151)


[18:27]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir málefnalegt og heiðarlegt svar. Ég held að það sem kom fram hjá hv. þm. sé kannski kjarni málsins, að við sjáum öll og vildum gjarnan að veiðar gætu verið frjálsari en meðan menn geta ekki, eins og hv. þm. benti á, bent á aðrar leiðir þá tel ég það skyldu þingmanna að bæta eftir kostum og reyna að nýta okkur þá kosti sem aflamarkskerfið býður upp á.