Stjórn fiskveiða

149. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 00:03:12 (7195)


[00:03]
     Frsm. 2. minni hluta sjútvn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég verð að segja að það er spurt svo yfirgripsmikilla spurninga að það er varla hægt að ætlast til þess að ég svari á einni mínútu um uppbyggingu ísfisktogaraflotans en vissulega hef ég skoðanir á því máli. En þar sem var vikið að því að Ragnar Árnason og Vilhjálmur Egilsson væru átrúnaðargoð hjá mér þá er of mikið sagt um þá báða að þeir séu átrúnaðargoð hjá mér, en ég met þá báða, bæði hv. þm. Vilhjálm Egilsson og Ragnar Árnason og hlusta á þá. Ég met þeirra skoðanir og hlusta þá og mér ber að gera það.