Stjórn fiskveiða

149. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 00:08:31 (7200)


[00:08]
     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vænti þess að hv. þm. styðji þær hugmyndir sem hann lýsti hér að stæði til að koma í framkvæmd. Ég vildi spyrja hv. þm. í hverju úrbótatillögur Framsfl. eru fólgnar. Er t.d. hv. þm. tilbúinn til þess að styðja þann hluta sem snýr að því að ná samkomulagi milli sjómanna og útvegsmanna? Er hv. þm. tilbúinn til þess að standa að breytingum þó síðar verði á lögum um stjórn fiskveiða sem lýtur að því að koma á fiskvinnslukvóta? Það væri mjög fróðlegt að heyra afstöðu þingmannsins hvað það varðar.