Stjórn fiskveiða

149. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 02:30:33 (7224)


[02:30]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Menn eru hættir að tala um framsóknaráratuginn heldur er talað um framsóknaráratugina og þá skilst manni að Framsfl. sé ætlað allt sem þá hefur gerst til góðs eða ills á þeim árum, aðallega kannski ills þegar verið er að tala um framsóknaráratugina að vísu í neikvæðri merkingu. Ég er hins vegar afar stoltur af framsóknaráratugunum.
    Varðandi það sem hv. þm. sagði um skýrslu Þjóðhagsstofnunar þá liggur alveg fyrir að þeir gefa okkur upp þann valkost að reikna út að úthafsveiðarnar, sem eru 10%, ef við tökum þessa 5 milljarða sem 10% af veiðunum þá þýðir það 700 manns. Síðan er svolítið erfiðara að átta sig á hvað maður á að margfalda með 1,5. En þessar forsendur eru þarna sannarlega og skjalfestar af Þjóðhagsstofnun þannig að við þurfum í sjálfu sér ekki að deila um það.