Tilkynning um utandagskrárumræðu

3. fundur
Miðvikudaginn 06. október 1993, kl. 13:32:01 (30)

           [13:32]
     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti tilkynna að áformað er að fram fari tvær umræður utan dagskrár á fundinum samkvæmt fyrri mgr. 50. gr. þingskapa, hálftíma umræður. Sú fyrri er að beiðni hv. 11. þm. Reykv., Finns Ingólfssonar, um tilflutning á rekstri dagheimila sjúkrahúsanna til sveitarfélaganna, en sú síðari að beiðni hv. 4. þm. Suðurl., Margrétar Frímannsdóttur, um niðurskurð fjárframlaga til Gunnarsholts og annarra meðferðarstofnana vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Umræðurnar fara fram að lokinni afgreiðslu dagskrármála og væntir forseti þess að umræður geti hafist fljótlega.