Lánsfjárlög 1993

16. fundur
Þriðjudaginn 19. október 1993, kl. 17:34:47 (429)


[17:34]
     Stefán Guðmundsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. 3. þm. Vesturl. fyrir upplýsingarnar. Þær koma mér ekki neitt á óvart. Þær eru í þeim anda sem ég hafði reiknað með. En merkilegra er það þó að ég beindi ekki fsp. til hans. Ég beindi fsp. til hv. 1. þm. Vesturl. því það var hann sem var að ræða þetta mál og ég bað hann um skýringar á því sem hann sagði, vegna þess að það mátti skilja málflutning hans þannig að með þessu móti mundi sparast svo gífurlega mikið fé við uppbyggingu og viðhald vegarins um Hvalfjörð. Ég er ekki á móti jarðgöngum undir Hvalfjörð, það má enginn misskilja orð mín svo. Ég vil að þessi rannsókn fari fram og menn skoði og meti þessa kosti. En ég vil ekki að þeirri blekkingu sé haldið fram að þó að jarðgöng verði grafin undir Hvalfjörð, að ekki þurfi jafnframt að halda við veginum fyrir fjörðinn.