Flutningur tónlistar og leikhúsverka í sjónvarpi

17. fundur
Miðvikudaginn 20. október 1993, kl. 14:02:53 (463)


[14:02]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég ætla að nota mér réttinn til andsvara til að beina spurningu til hv. 9. þm. Reykv. þar sem hann hefur verið yfirmaður allra þessara stofnana um árabil og hans álit á því --- hann nefndi kostnaðarhliðina og vissulega snýst þetta um peninga að nokkru leyti. En mín tilfinning segir mér að það að vinna upp sjónvarpsþátt til að mynda úr starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar, það þyrftu ekki að vera einir heildstæðir tónleikar, það gæti verið úr fleiri verkum með kynningum á milli, það væri kannski síst dýrari dagskrárgerð en margt af því sem hafa verið lagðir peningar í í innlendri dagskrárgerð að undanförnu og ætti ekkert síður erindi en margt sem þar hefur verið á ferðinni. Ég varpa þessari spurningu til hv. þm. og fyrrverandi menntmrh. hvað hann telur um það.