Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 16:13:03 (839)


[16:13]
     Flm. (Jóhannes Geir Sigurgeirsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Út af fyrir sig þarf ekki að svara þessari ræðu. Hún er á sama plani og fyrri ræða hv. þm. Og hún bendir til þess að hann sé sammála 3. þm. Reykv. þegar þeir taka undir málflutning Morgunblaðsins, að Sjálfstfl. sé einum treystandi til þess að ræða og leiða þetta mál. E.t.v. er það einhver angi af því að hv. þm. Sjálfstfl. detta niður á þetta plan að þeir þola það ekki, þola ekki öðrum að taka eitthvert frumkvæði í þessum umræðum.
    Framsfl. á sína sögu alveg eins og Sjálfstfl. Ég bendi hv. þm. á það að ég sat ekki á þingi 1934, 1950 eða 1959 þegar rætt var um breytingar á kosningalögum og kjördæmaskipan. Því betur er það svo með Framsfl. að hann þróast með tímanum, tekur eilítið mið af því sem er að gerast í kringum okkur, en stendur ekki uppi eins og nátttröll í umræðunni eins og því miður virðist vera raunin með Sjálfstfl. í dag.