Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 17:30:58 (864)


[17:30]
     Flm. (Jóhannes Geir Sigurgeirsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er einmitt það sem ég hef gert. Ég hef lesið þessa ályktun eins og hún er framsett og það kallar fram þá niðurstöðu sem ég nefndi hér í ræðu minni áðan. Hitt get ég sagt við hv. þm. að það getur hver túlkað sem hann vill niðurstöðu þessarar umræðu. Niðurstaða þessarar umræðu hefur ekkert verið á annan veg heldur en ég reiknaði með. Hún staðfestir það sem ég sagði í minni framsöguræðu að í öllum flokkum eru til sjónrmið með og móti þessari skipan og ég minni hv. þm. á það að í landsfundarályktunar Sjálfstfl. er einmitt tekið fram að þessa leið skuli skoða með öðrum þannig að ég get ekki séð að sé nú eins langt á milli og hv. þm. vill vera láta.