Vegalög

29. fundur
Miðvikudaginn 03. nóvember 1993, kl. 14:26:03 (1031)


[14:26]
     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Herra forseti. Hv. þm. spyr mig að því hvort mér þyki það nógu ljóst í þessu frv. hvað sé vegur. Já, ég svara því þannig að mér finnst það algerlega ljóst hvað sé vegur. En svo er annað í þessu frv., það eru ýmis önnur samgöngutæki sem til eru tekin sem ekki var í gamla frv., t.d. hvernig flugsamgöngur og skipasamgöngur eru til einstakra staða og það er tekið inn í þetta sem vegasamgöngur einnig. En hvort þetta nægir hv. þm. varðandi mína skilgreiningu hvað sé vegur. Hvað er reiðvegur t.d. og hvað er bílvegur t.d.? Það er mjög mismunandi alveg á sama hátt og það er mjög mismunandi hvað er hús. Það sem ég var að gera athugasemd við í gær var í sambandi við það hvað var nákvæmlega skýrt hvað væri hús, þ.e. að það þyrfti að nema við jörðu. En það er eins með vegi. Þeir nema við jörðu, hv. þm. Það er mikið atriði.