[17:03]
     Tómas Ingi Olrich (um fundarstjórn) :
    Ég vil vekja athygli á því, virðulegi forseti, að forseti sá ástæðu til þess að stöðva mig í ræðu minni áðan án þess að nokkur efni stæðu til þess. Þegar ég hafði lokið máli mínu mátti skilja það svo á forseta að sá sem hér stendur hafi ekki gætt sóma þingsins í ræðu sinni. Ég vil spyrja forsetann að því hvort það sé hans skoðun að sú ræða sem ég flutti hér áðan hafi verið með þeim hætti að ég hafi ekki gætt sóma þingsins. Ef svo er, þá krefst ég þess að stjórn þingsins fari yfir ummæli mín og ef hún sér að þar hafi ég ekki gætt sóma þingsins, þá er ég reiðubúinn að taka við vítum frá forseta um það mál. Að öðrum kosti tel ég að hann eigi að biðja mig afsökunar.