Samkomulag um GATT-samningana

38. fundur
Miðvikudaginn 17. nóvember 1993, kl. 13:43:03 (1468)

[13:43]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Það hefur komið fram af hálfu utanrmn. ósk um það að ræða GATT-málið og þá sérstaklega það tilboð sem samkomulag hefur tekist um að senda af Íslands hálfu inn í þær viðræður. Það hefur aldrei staðið á mér sem utanrrh. að ræða það hvort heldur væri á vettvangi utanrmn. eða annars staðar þannig að það er ekki í mínum verkahring að skýra það. Ég er reiðubúinn til þess og hef verið reiðubúinn til þess hvenær sem óskað er.