Skattlagning aflaheimilda

44. fundur
Fimmtudaginn 25. nóvember 1993, kl. 17:12:07 (1921)


[17:12]
     Vilhjálmur Egilsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hagkvæmni í rekstri fer ekki eftir staðsetningu. Hagkvæmni í rekstri í fyrirtækjum fer eftir því hvernig staðið er að verki í viðkomandi fyrirtækjum og það vill nú einu sinni þannig til að fyrirtæki í Skagafirði hafa getað keypt fisk á markaði, jafnvel á Snæfellsnesi, flutt hann norður í land og unnið með hagkvæmni meðan fyrirtæki á Snæfellsnesi hafa ekki getað boðið í þann fisk.