Fjáraukalög 1993

52. fundur
Miðvikudaginn 08. desember 1993, kl. 14:17:41 (2373)


[14:17]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Í desembermánuði í fyrra tókst hæstv. heilbrrh. að telja hæstv. fjmrh. trú um að í tillögum sem hann var með um breytingar á barnalífeyri o.fl. væri fólginn hagnaður og ávinningur fyrir ríkissjóð upp á 260 millj. kr. Þá bentum við stjórnarandstæðingar á að það væri rangt, það væri við því að búast að hér væri ekki um neinn eða mjög lítinn ávinning að ræða. Niðurstaðan er núna sú að hæstv. fjmrh. viðurkennir þetta og að hann hefur verið plataður af heilbrrh. meira en nokkur dæmi eru um í samanlagðri sögu samskipta fagráðherra og fjmrh. Ég óska hæstv. fjmrh. til hamingju með þetta met og ég segi já.