Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

54. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 14:33:31 (2548)


[14:33]
     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég sagði það áðan að vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að við höfum ekki fjármagn í reksturinn sjálfan. Jafnvel þó við ættum fyrir stofnkostnaði, sem alls ekki er útilokað að við gætum átt fyrir á næsta ári, þá stendur þetta á því að við höfum ekki fjármagn í reksturinn og takist eitthvert samkomulag milli Kópavogshælis og okkar um að það fækki þá að sama skapi starfsliði til þess að manna þetta sambýli þá er það alls ekki útilokað, en þeir samningar hafa bara ekki náðst enn þá.