Ráðstöfun aflaheimilda Hagræðingarsjóðs

61. fundur
Miðvikudaginn 15. desember 1993, kl. 21:06:53 (2706)


[21:06]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Hv. 4. þm. Norðurl. e. til frekari glöggvunar hefði hann nú ekki einu sinni þurft að lesa frv. til þess að átta sig á þessum mismun því að það var gerð grein fyrir honum í framsöguræðu fyrir frv. En efnismunurinn er fólginn í því að það eru aðrar viðmiðanir varðandi úthlutun veiðiheimildanna en í fyrra frv. sem gera það að verkum að auknar veiðiheimildir til loðnuflotans leiða til þess að hann kemur nú ekki inn í þann hóp skipa sem fá uppbætur og það bætir hlut hinna hefðbundnu bolfiskveiðiskipa.