Tekjustofnar sveitarfélaga

68. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 14:21:54 (3066)


[14:21]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég styð eindregið að málið fari til 3. umr. vegna þess að í því eru tvö ákvæði sem eru mjög söguleg og merkileg. Í fyrsta lagi er meiningin að lögleiða lágmarksútsvar í landinu. Í öðru lagi eru í frv. núna ákvæði, sem stjórnarliðið var að enda við að samþykkja, um að gera skattinn á skrifstofu- og verslunarhúsnæði varanlegan. Hann er ekki lengur tímabundinn heldur varanlegur skattur sveitarfélaganna. Ég óska hæstv. fjmrh. og öðrum leiðtogum Sjálfstfl. hjartanlega til hamingju með þennan áfanga í lífi þeirra.