Skattamál

70. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 23:05:18 (3107)


[23:05]
     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég hygg að stefnufesta Framsfl. sé augljós í þessu. Á síðasta miðstjórnarfundi ræddum við þetta nokkuð við flokksmenn og erum tilbúnir að fylgja því enn betur eftir. Það er ekkert að því í mikilvægum málum sem snerta ríkisfjármál, sem snerta láglaunafólkið á Íslandi, að hafa vit til þess að þora að endurskoða afstöðu sína. Það á að vera eitt aðalatriði stjórnmálamannsins að þora að horfast í augu við það sem hann sjálfur hefur sagt, vera vitrari á morgun en hann var í gær. Því miður hefur íslenska þjóðin allt of oft búið við það að menn festa sig niður á vitlausar ákvarðanir og hér er það að gerast að Sjálfstfl. og Alþfl. viðurkenna gegn vilja sínum að þeim er nauðgað til þess að taka þá afstöðu að gefa skattsvikurunum ný færi á íslenskri þjóð sem er óþolandi fyrir framtíðina.