Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

71. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 17:26:30 (3185)


[17:26]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Það er misskilningur hjá hv. þm. að þessi grein fjalli um skólagjöld. Hún fjallar um það að fella niður ákvæði um ríkisframlag úr lögum um Tækniskóla Íslands. Hún fjallar ekki um skólagjöld eins og hv. þm. virtist telja áðan. ( RG: Það er næsta grein.) Það er rétt hjá hv. þm., það er að vísu næsta grein. Ég tel af þessum ástæðum alveg óhjákvæmilegt að mótmæla því að þessi ákvæði í lögum um Tækniskólann séu felld niður vegna þess að þar með er fræðilega mögulegt að fjármagna Tækniskólann að fullu með skólagjöldum. Þess vegna mun ég greiða atkvæði gegn þessari tillögu.