Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

71. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 17:36:04 (3188)


[17:36]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Hér er gert ráð fyrir því að ráðherra sá sem með málaflokkinn fer geti í raun og veru fellt niður það kerfi úthlutunarnefnda sem verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur hafa komið sér upp á undanförnum áratugum. Það kerfi þarf vissulega að einfalda, en það er óeðlileg valdbeiting að ráðherra einn geti gengið yfir stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í þessari grein og í og veru einnig í 18. gr. sem kemur til atkvæða á eftir. Ég mun því með hliðsjón af því og því sem kom fram í umræðum um málið greiða atkvæði gegn þessum greinum báðum.