Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 1 . mál.


325. Nefndarálit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.



    Störf fjárlaganefndar við afgreiðslu frumvarps til fjárlaga fyrir árið 1994 hafa verið með hefðbundnum hætti. Nefndin hóf störf við undirbúning afgreiðslu fjárlaga 27. september sl. og átti viðtal við fulltrúa sveitarfélaga í landinu sem gerði henni grein fyrir erindum sínum. Með lagabreytingum þeim, sem tóku gildi á árinu 1990, um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga er fækkað verulega þeim verkefnum sem ríkið og sveitarfélög vinna sameiginlega að. Þrátt fyrir það eru ýmis verkefni sameiginleg enn þá. Samstarf fjárlaganefndarmanna og sveitarstjórnarmanna hefur nú sem áður verið gott og sú yfirsýn, sem fundir nefndarinnar með sveitarstjórnarmönnum gefa, er mikilvæg fyrir nefndina við afgreiðslu fjárlaga.
    Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. þingskapa getur fjárlaganefnd vísað til annarra fastanefnda þeim þáttum fjárlagafrumvarpsins sem fjalla um málefnasvið þeirra. Nefndin óskaði eftir með bréfi, dags. 20. október sl., álitum fastanefnda þingsins um frumvarp til fjárlaga er varða málefnasvið einstakra nefnda.
    Nefndirnar hafa skilað áliti sínu og eru þau prentuð sem fylgiskjöl með þessu nefndaráliti eins og fyrir er mælt í þingsköpum. Þetta er þriðja árið sem þessi skipan er á um samskipti fastanefnda þingsins við fjárlaganefnd um afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Ekki er vafi á því að þessi nýbreytni er til bóta fyrir störf fjárlaganefndar. Það hefur og komið fram að þessi yfirferð fagnefnda eykur nefndarmönnum þekkingu á fjárhagslegum málefnum viðkomandi stofnana og ráðuneyta. Eigi að síður er tekið undir þau sjónarmið, sem fram koma í álitsgerðum nokkurra fastanefnda, að nauðsyn beri til að koma fastari skipan á fyrirkomulag þessara mála í framtíðinni í ljósi þeirrar reynslu sem nú er fengin. Nú þegar hefur verið haldinn fundur með formönnum fagnefnda, þar sem viðhorfum var lýst, og sammælst um að taka þráðinn upp á nýju ári.
    Eftir að frumvarp til fjárlaga hefur verið lagt fram á Alþingi eru fjölmargir aðilar, félög, samtök og stofnanir, sem telja sig eiga erindi við fjárlaganefnd og kallar þá nefndin fyrir sig forsvarsmenn ýmissa stofnana til viðræðna um starfsemi þeirra og fjárframlög.
    Frá því að nefndin hóf störf við undirbúning afgreiðslu frumvarpsins hefur hún haldið 38 bókaða fundi um frumvarpið og átt viðtöl við fjölmarga aðila sem komið hafa á fund hennar. Auk þess hafa undirnefndir unnið að afgreiðslu einstakra málaflokka. Erindi eru nú nokkru færri en á undanförnum árum og beiðnir um viðbótarfjárframlög einnig færri en áður. Af þessu má ráða að undirbúningur fjárlagagerðarinnar sé traustari nú en oft áður. Í því sambandi má ætla að sú breyting, sem varð á undirbúningi fjárlaga af hálfu framkvæmdarvaldsins, að einstök fagráðuneyti komi meira við sögu sé að skila sér í traustari upplýsingum um raunverulegar fjárþarfir.
    Nefndin hefur lokið afgreiðslu flestra þeirra erinda sem til hennar bárust, svo sem skiptingar allra fjárfestingarliða. Breytingartillögur þær, sem hér eru til umfjöllunar, nema samtals 681,4 millj. kr. til hækkunar á 4. gr. frumvarpsins.
    Meiri hluti nefndarinnar vill þakka fulltrúum stjórnarandstöðunnar í nefndinni fyrir mjög gott samstarf og tillitssemi. Þá hefur nefndin notið aðstoðar fjármálaráðuneytisins og einstök ráðuneyti hafa veitt nefndinni upplýsingar og aðstoð.
    Eins og venja er bíða 3. umræðu afgreiðsla á tekjuhlið frumvarpsins, B-hluta, og heimildir skv. 6. gr. Auk þess bíða ýmis viðfangsefni 3. umr., bæði smærri og stærri, sem nefndin hefur enn til umfjöllunar. Í því sambandi má nefna Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og sjúkrahúsin í Reykjavík.
    Hér á eftir fylgja skýringar á breytingartillögum.


SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGUR



00 Æðsta stjórn ríkisins


201    Alþingi: Viðfangsefni 1.03 Þingmálaskrifstofa hækkar um 1 m.kr. og verður 109,6 m.kr. Hækkunin er ætluð til fjarvinnsluverkefna fyrir Alþingi.
401    Hæstiréttur: Viðfangsefni 1.01 lækkar um 3,2 m.kr. vegna úrskurðar Kjaradóms um laun hæstaréttardómara.
610    Umboðsmaður Alþingis: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 3,0 m.kr. og skiptist fjárhæðin þannig að 1,3 m.kr. eru launagjöld, 0,8 m.kr. eru önnur rekstrargjöld en laun og 0,9 m.kr. eru til eignakaupa í rekstri.


01 Forsætisráðuneyti


102    Þjóðhagsstofnun: Sértekjur lækka um 3,6 m.kr. og verða 42,4 m.kr. vegna leiðréttingar á skiptingu á kostnaði af rekstri Þjóðhagsstofnunar.
171    Byggðastofnun: Framlag hækkar um 15 m.kr. vegna atvinnuráðgjafa í landshlutum.


02 Menntamálaráðuneyti


201    Háskóli Íslands: Tekinn er inn nýr liður, 1.08 Samstarfsverkefni við Vestmannaeyjabæ, 13,8 m.kr. vegna samnings milli Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar um samstarf á sviði rannsókna og þróunar. Launagjöld verða 1,8 m.kr. vegna starfsmanns en 12 m.kr. eru ætlaðar til kaupa og endurbóta á húsnæði í Vestmannaeyjum.
203    Raunvísindastofnun Háskólans: Viðfangsefni 1.03 Rannsóknastofur hækkar um 0,8 m.kr. vegna hálfrar stöðu sérfræðings við NMR-kjarnarófstækið.
204    Stofnun Sigurðar Nordals: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 0,4 m.kr. og verður 6,5 m.kr.
221    Kennaraháskóli Íslands: Viðfangsefni 1.03 Rekstur fasteigna hækkar um 2,5 m.kr. og verður 41,2 m.kr. Hækkunin er sérstaklega ætluð til reksturs Varmalands. Viðfangsefni 6.01 Tæki og búnaður hækkar um 5 m.kr. og verður 11 m.kr.
299    Háskóla- og rannsóknastarfsemi: Tekinn er inn nýr liður, 1.21 Rannsóknatengt framhaldsnám, 25 m.kr., en framlagið er í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar um rannsókna- og þróunarstarf. Viðfangsefni 1.90 hækkar um 1,5 m.kr. og er styrkur til Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri.
318    Almennir framhaldsskólar, viðhald og stofnkostnaður: Viðfangsefni 5.90 Viðhald lækkar um 3 m.kr. og verður 85 m.kr. Viðfangsefni 6.90 Byggingarframkvæmdir hækkar um 33,5 m.kr. og verður 531,5 m.kr. Í breytingartillögu nefndarinnar er fjárhæðum á viðfangsefnum 5.90 Viðhald og 6.90 Byggingarframkvæmdir skipt á einstök verkefni í sérstöku yfirliti.
319    Framhaldsskólar, almennt: Viðfangsefni 1.40 Framhaldsskólar, óskipt hækkar um 50 m.kr. og verður 85,2 m.kr. Hækkun er vegna launaþróunar og bókana við kjarasamninga á framhaldsskólastigi.
352    Flensborgarskóli, fjölbraut: Viðfangsefni 1.01 Kennsla hækkar um 1,6 m.kr. og verður 57,4 m.kr.
354    Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi: Viðfangsefni 1.02 Annað en kennsla hækkar um 3 m.kr. og verður 41,3 m.kr. Um er að ræða hækkun launagjalda vegna ræstingar o.fl.
361    Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu: Viðfangsefni 1.01 Kennsla í dagskóla hækkar um 0,4 m.kr. vegna hækkunar annarra rekstrargjalda en launa. Sértekjur fjárlagaliðarins lækka um 0,5 m.kr.
524    Þroskaþjálfaskóli Íslands: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 0,6 m.kr. vegna hækkunar kennslulauna.
601    Héraðsskólinn Reykholti: Fjárlagaliðurinn hækkar alls um 4,4 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Kennsla hækkar um 1,2 m.kr. Á móti hækka sértekjur viðfangsefnisins um 2,1 m.kr. Viðfangsefni 1.02 Annað en kennsla hækkar um 4,9 m.kr. og verður 11,7 m.kr. Tekinn er inn nýr liður, 6.90 Snorralaug, umhirða, og er framlag 0,4 m.kr. Hækkun á rekstrarframlagi er vegna fjölgunar nemenda umfram áætlun í fjárlagafrumvarpi.
902    Þjóðminjasafn Íslands: Viðfangsefni 1.10 Byggða- og minjasöfn hækkar um 4,7 m.kr. og verður 13 m.kr. Á móti þessari hækkun lækkar framlag til fjárlagaliðarins 919 Söfn, ýmis framlög um 1,7 m.kr.
903    Þjóðskjalasafn Íslands: Viðfangsefni 5.01 Fasteignir hækkar um 20 m.kr. og verður 27,6 m.kr. Framlagið er ætlað til viðgerða á húsnæði safnsins.
919    Söfn, ýmis framlög: Viðfangsefni 1.12 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hækkar um 0,5 m.kr. og verður 4,5 m.kr. Viðfangsefni 1.90 lækkar um 1,7 m.kr. og verður 3,5 m.kr.
988    Æskulýðsmál: Fjárlagaliðurinn hækkar alls um 5,5 m.kr. og verður 30,5 m.kr. Viðfangsefni 1.12 Ungmennafélag Íslands hækkar um 0,5 m.kr. og verður 10 m.kr. Viðfangsefni 1.13 Bandalag íslenskra skáta hækkar um 1 m.kr. og verður 6 m.kr. Viðfangsefni 1.90 Æskulýðsmál hækkar um 4 m.kr. og verður 13 m.kr.
989    Ýmis íþróttamál: Fjárlagaliðurinn hækkar alls um 4 m.kr. og verður 77 m.kr. Viðfangsefni 1.14 Íþróttasamband fatlaðra hækkar um 1 m.kr. og verður 8,5 m.kr. Viðfangsefni 1.16 Íþróttafélög, styrkir hækkar um 0,5 m.kr. og verður 14,5 m.kr. Tekinn er inn nýr liður, 1.25 Skákskóli Íslands, 2,5 m.kr.


03 Utanríkisráðuneyti


101    Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 5,9 m.kr. vegna búferlaflutninga. Launagjöld hækka um 1,9 m.kr. en önnur rekstrargjöld en laun um 4 m.kr.
308    Sendiráð Íslands í Washington: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 3,5 m.kr. og verður 42,1 m.kr. Um er að ræða hækkun annarra rekstrargjalda.
320    Sendiráð, almennt: Viðfangsefni 6.90 Tæki og búnaður hækkar um 1,5 m.kr. vegna viðhaldsverkefna í sendiherrabústöðum erlendis.
391    Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi: Tekinn er inn nýr liður, 1.14 Aðstoð Íslands á svæðum Palestínumanna í Ísrael, 36 m.kr. Um er að ræða hlut Íslands í norrænu samstarfsverkefni.


04 Landbúnaðarráðuneyti


211    Rannsóknastofnun landbúnaðarins: Viðfangsefni 6.20 Fasteignir hækkar um 1,5 m.kr. og verður 9,9 m.kr. Hækkunin er ætluð til afborgana af lánum vegna Tilraunastöðvarinnar að Stóra-Ármóti.
231    Yfirdýralæknir: Launagjöld viðfangsefnisins 1.01 hækka um 5,5 m.kr. vegna vaktkerfis dýralækna.
811    Búnaðarfélag Íslands: Gerðar eru innbyrðis breytingar milli viðfangsefna en nettóáhrif eru engin. Viðfangsefni 1.01 lækkar um 5,8 m.kr. og verður 73,9 m.kr. Af þeirri fjárhæð eru 2 m.kr. fluttar á 1.92 Héraðsbúnaðarsambönd og 3,8 m.kr. á nýtt viðfangsefni, 1.95 Uppbætur á lífeyri. Viðfangsefni 1.92 Héraðsbúnaðarsambönd lækkar um 2,6 m.kr. vegna tilfærslu á viðfangsefni 1.95 Uppbætur á lífeyri. Á móti er 2 m.kr. hækkun vegna tilflutnings af viðfangsefni 1.01. Tekinn er inn nýr liður 1.95 Uppbætur á lífeyri. Framlag er 6,4 m.kr. og er til að greiða uppbætur á lífeyri fyrrum starfsmanna Búnaðarfélags Íslands og Héraðsbúnaðarsambanda sem eru í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.


05 Sjávarútvegsráðuneyti


190    Ýmis verkefni: Viðfangsefni 1.32 Gæðaátak, starfsmenntun, markaðsöflun, kynning og tilraunir hækkar um 5 m.kr. og verður 26,7 m.kr. Tekinn er inn nýr liður, 1.51 Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið, NAMMCO, og er framlag 5 m.kr. til greiðslu á árgjaldi til ráðsins.
201    Fiskifélag Íslands: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 0,5 m.kr. og verður 6,8 m.kr. Hækkunin er vegna tæknideildar.


06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti


211    Héraðsdómur Reykjavíkur: Viðfangsefni 1.02 hækkar um 6,3 m.kr. vegna úrskurðar Kjaradóms um laun héraðsdómara.
212    Héraðsdómur Vesturlands: Viðfangsefni 1.02 hækkar um 0,2 m.kr. vegna úrskurðar Kjaradóms um laun héraðsdómara.
213    Héraðsdómur Vestfjarða: Viðfangsefni 1.02 hækkar um 0,2 m.kr. vegna úrskurðar Kjaradóms um laun héraðsdómara.
215    Héraðsdómur Norðurlands: Viðfangsefni 1.02 hækkar um 1 m.kr. vegna úrskurðar Kjaradóms um laun héraðsdómara.
216    Héraðsdómur Austurlands: Viðfangsefni 1.02 hækkar um 0,2 m.kr. vegna úrskurðar Kjaradóms um laun héraðsdómara.
217    Héraðsdómur Suðurlands: Viðfangsefni 1.02 hækkar um 0,8 m.kr. vegna úrskurðar Kjaradóms um laun héraðsdómara.
218    Héraðsdómur Reykjaness: Viðfangsefni 1.02 hækkar um 2,3 m.kr. vegna úrskurðar Kjaradóms um laun héraðsdómara.
395    Landhelgisgæsla Íslands: Viðfangsefni 1.90 hækkar um 4 m.kr. vegna launa skipstjórnarmanna er stunda nám við varðskipadeild Sjómannaskólans í Reykjavík.
431    Sýslumaðurinn á Hvolsvelli: Viðfangsefni 1.20 Löggæsla hækkar um 5,3 m.kr. vegna mistaka við undirbúning fjárlagafrumvarps.
790    Kirkjumál, ýmis kostnaður: Viðfangsefni 6.11 Hallgrímskirkja hækkar um 9 m.kr. og verður 13 m.kr. Viðbótin fer til greiðslu skuldar kirkjunnar við embætti Húsameistara ríkisins.


07 Félagsmálaráðuneyti


706    Málefni fatlaðra, Norðurlandi eystra: Viðfangsefni 1.01 Svæðisskrifstofa hækkar um 0,5 m.kr. og verður 21,9 m.kr. Um er að ræða hækkun annarra rekstrargjalda vegna leigukostnaðar.
981    Vinnumál: Viðfangsefni 1.12 Alþýðusamband Íslands, 10,9 m.kr., er fellt niður. Á móti hækkar viðfangsefni 1.90 Ýmislegt um sömu fjárhæð.


08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti


204    Lífeyristryggingar: Viðfangsefni 1.10 hækkar um 25 m.kr. þar sem áform um lækkun ekkjulífeyrisgreiðslna ná ekki að fullu fram að ganga.
206    Sjúkratryggingar: Viðfangsefni 1.10 lækkar um 180 m.kr. vegna endurskoðaðra áætlana.
301    Landlæknir: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 11 m.kr. og er hækkunin ætluð Krýsuvíkursamtökunum.
325    Hollustuvernd ríkisins: Gerðar eru nokkrar innbyrðis breytingar milli viðfangsefna en nettóáhrif eru engin. Breytingar á viðfangsefnum eru eftirfarandi: Viðfangsefni 1.01 lækkar um 1,9 og verður 26,1 m.kr. Viðfangsefni 1.02 Heilbrigðiseftirlit lækkar um 0,2 m.kr. og verður 14,1 m.kr. Viðfangsefni 1.03 Rannsóknastofa hækkar um 0,7 m.kr. og verður 24,3 m.kr. Viðfangsefni 1.04 Mengunarvarnaeftirlit hækkar um 1,9 m.kr. og verður 23,3 m.kr. Viðfangsefni 1.05 Eiturefnaeftirlit lækkar um 0,5 m.kr. og verður 6,2 m.kr.
340    Málefni fatlaðra: Viðfangsefni 1.70 Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga, Akureyri hækkar um 0,5 m.kr. og verður 1,5 m.kr.
350    Sjúkrahúsið Akranesi: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 1,3 m.kr. vegna reksturs leikskóla.
358    Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 4,2 m.kr. vegna reksturs leikskóla.
361    Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 0,3 m.kr. vegna reksturs leikskóla.
366    Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 0,3 m.kr. vegna reksturs leikskóla.
371    Ríkisspítalar: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 35,8 m.kr. vegna reksturs leikskóla. Sértekjur fjárlagaliðarins lækka um 60 m.kr. eða sem nemur áætluðum sértekjum af sölu hlutabréfa í þvottahúsi spítalans.
372    Borgarspítalinn: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 20,6 m.kr. vegna reksturs leikskóla.
373    St. Jósefsspítali, Landakoti: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 7,7 m.kr. vegna reksturs leikskóla.
381    Sjúkrahús og læknisbústaðir: Teknir eru inn tveir nýir liðir. Annars vegar 5.60 Viðhald starfsmannaíbúða, óskipt. Framlag verður 20 m.kr. en á móti hækka sértekjur fjárlagaliðarins um 20 m.kr. Hins vegar er tekinn inn nýr liður, 6.93 Hlaðgerðarkot, og er framlag 5 m.kr. vegna endurbyggingar á húsnæði fyrir vistmenn.
399    Heilbrigðismál, ýmis starfsemi: Tekinn er inn nýr liður, 1.72 Bláalónsnefnd, og er framlag 10 m.kr. vegna rannsóknaverkefnis.
400    St. Jósefsspítali, Hafnarfirði: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 2,9 m.kr. vegna reksturs leikskóla.
408    Sunnuhlíð, Kópavogi: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 1 m.kr. vegna reksturs leikskóla.
422    Hlaðgerðarkot: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 10 m.kr. og verður 35,8 m.kr. Með þessu framlagi er tryggður rekstur vistheimilisins .
511    Heilsugæsla í Reykjavík, Austurbæjarumdæmi nyrðra: Að ósk stjórna heilsugæsluumdæma í Reykjavík hafa fjárhæðir verið fluttar milli einstakra heilsugæslustöðva og heilsugæsluumdæma. Heildaráhrif eru engin. Vegna þessa lækkar viðfangsefni 1.10 Heilsugæslustöðin í Árbæ um 1,5 m.kr. og viðfangsefni 1.20 Heilsugæslustöðin Grafarvogi hækkar um 0,9 m.kr.
512    Heilsugæsla í Reykjavík, Austurbæjarumdæmi syðra: Að ósk stjórna heilsugæsluumdæma í Reykjavík hafa fjárhæðir verið fluttar milli einstakra heilsugæslustöðva og heilsugæsluumdæma. Heildaráhrif eru engin. Vegna þessa hækkar viðfangsefni 1.10 Heilsugæslustöðin Efra-Breiðholti um 1 m.kr.
513    Heilsugæsla í Reykjavík, Miðbæjarumdæmi: Að ósk stjórna heilsugæsluumdæma í Reykjavík hafa fjárhæðir verið fluttar milli einstakra heilsugæslustöðva og heilsugæsluumdæma. Heildaráhrif eru engin. Vegna þessa lækkar viðfangsefni 1.10 Heilsugæslustöðin Fossvogi um 1,5 m.kr.
514    Heilsugæsla í Reykjavík, Vesturbæjarumdæmi: Að ósk stjórna heilsugæsluumdæma í Reykjavík hafa fjárhæðir verið fluttar milli einstakra heilsugæslustöðva og heilsugæsluumdæma. Heildaráhrif eru engin. Vegna þessa hækkar viðfangsefni 1.10 Heilsugæslustöðin Hlíðum um 0,1 m.kr. og viðfangsefni 1.20 Heilsugæslustöðin Miðbæ hækkar um 1 m.kr.
531    Heilsugæslustöðin Patreksfirði: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 1 m.kr. og verður 21,3 m.kr.
950    Rekstrarhagræðing: Viðfangsefni 1.90 lækkar um 39,1 m.kr. og verður 58,9 m.kr. Lækkun er til að koma að hluta til móts við hækkun á rekstri ýmissa sjúkrahúsa vegna reksturs leikskóla.

09 Fjármálaráðuneyti


212    Skattamál, ýmis útgjöld: Viðfangsefni 1.10 Skatteftirlit hækkar um 30 m.kr. og verður 63,5 m.kr. Hækkun er til að efla skatteftirlit með virðisaukaskatti og öðrum sköttum. Viðfangsefni 1.30 Skattkerfisbreytingar hækkar um 10 m.kr. og verður 20,3 m.kr. Hækkun er vegna kostnaðar við upptöku tveggja þrepa virðisaukaskatts.
215    Skattrannsóknarstjóri ríkisins: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 12 m.kr. og verður 54,3 m.kr. Um er að ræða hækkun launagjalda vegna fjölgunar starfsmanna við embættið.


10 Samgönguráðuneyti


190    Ýmis verkefni: Viðfangsefni 1.31 Landsbjörg hækkar um 3 m.kr. og verður 9 m.kr. Af þessari hækkun eru 2 m.kr. ætlaðar til Björgunarfélags Vestmannaeyja.
211    Vegagerð ríkisins: Framlag til Vegagerðarinnar hækkar alls um 345 m.kr. en gert er ráð fyrir samsvarandi hækkun á tekjuhlið. Hækkun tekna skýrist annars vegar af áformaðri 5% hækkun á bensíngjaldi og hins vegar af bættri innheimtu á þungaskatti. Eftirfarandi breytingar eru gerðar á viðfangsefnum Vegagerðarinnar: Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 3 m.kr. og verður 250 m.kr. Viðfangsefni 5.05 Þjónustuviðhald lækkar um 89 m.kr. og verður 1.280 m.kr. Viðfangsefni 5.10 Stofnviðhald lækkar um 34 m.kr. og verður 1.201 m.kr. Viðfangsefni 6.10 Nýframkvæmdir hækkar um 504 m.kr. og verður 2.280 m.kr. Viðfangsefni 6.30 Fjallvegir lækkar um 7 m.kr. og verður 65 m.kr. Viðfangsefni 6.40 Tilraunir lækkar um 2 m.kr. og verður 30 m.kr. Viðfangsefni 6.51 Sýsluvegir lækkar um 10 m.kr. og verður 176 m.kr. Viðfangsefni 6.55 Ferjur og flóabátar lækkar um 20 m.kr. og verður 530 m.kr.
333    Hafnamál: Viðfangsefni 6.20 Ferjubryggjur fær nýtt heiti, 6.20 Ferjubryggjur við Ísafjarðardjúp. Framlag hækkar um 10 m.kr. og verður 19 m.kr. Viðfangsefni 6.30 Hafnamannvirki lækkar um 6,7 m.kr. og verður 728,6 m.kr. Í breytingartillögu nefndarinnar er fjárhæðinni skipt á einstök viðfangsefni í sérstöku yfirliti. Viðfangsefni 6.39 Hafnamannvirki (fjármagnskostnaður) Sandgerði lækkar um 3,3 m.kr. vegna vaxtabreytinga.


11 Iðnaðarráðuneyti


201    Iðntæknistofnun Íslands: Viðfangsefni 1.01 lækkar um 2,6 m.kr. Á móti er tekinn inn nýr liður á fjárlagalið 299 Iðja og iðnaðar, framlög.
299    Iðja og iðnaður, framlög: Tekinn er inn nýr liður, 1.19 Staðlaráð, og er framlag 2,6 m.kr. Á móti lækkar framlag til Iðntæknistofnunar um sömu fjárhæð. Samkvæmt nýjum lögum um staðla fer Staðlaráð nú með yfirstjórn staðlamála hér á landi sem Iðntæknistofnun hafði áður með höndum.


12 Viðskiptaráðuneyti


301    Löggildingarstofan: Sértekjur hækka um 1 m.kr. og verða 40,8 m.kr. vegna tilflutnings til Samkeppnisstofnunar.
902    Samkeppnisstofnun: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 1 m.kr. og verður 66,3 m.kr. Á móti hækka sértekjur Löggildingarstofunnar.


14 Umhverfisráðuneyti


190    Ýmis verkefni: Viðfangsefni 1.50 Náttúrustofa á Austurlandi hækkar um 0,5 m.kr. og verður 1,5 m.kr. Tekinn er inn nýr liður, 1.52 Náttúrugripasafn á Vestfjörðum og er framlag 0,8 m.kr.
310    Landmælingar Íslands: Viðfangsefni 6.90 Stafræn kortagerð hækkar um 6 m.kr. og verður 11 m.kr. vegna tækja til stafrænnar kortagerðar.
410    Veðurstofa Íslands: Sértekjur fjárlagaliðarins lækka um 10 m.kr. en fallið er frá álagningu þjónustugjalds vegna innanlandsflugs.


    Fjárlaganefnd barst ábending frá fjármálaráðuneyti um formbreytingar á framsetningu fjárlagaliða í frumvarpinu. Nefndin telur ábendingarnar réttmætar en telur ekki ástæðu til að flytja um þær sérstakar breytingartillögur þar sem ekki er um neinar efnisbreytingar að ræða heldur eingöngu breytingu á framsetningu. Breytingar þessar eru sem hér segir:
 1.    Í forsætisráðuneyti er lagt til að stofnaður verði nýr fjárlagaliður 01-190 Ýmis verkefni til samræmis við önnur ráðuneyti. Undir þann lið verði flutt eftirtalin viðfangsefni af fjárlagalið 01-101 Forsætisráðuneyti, aðalskrifstofa:
    1.21    Ráðherrabústaður Tjarnargötu
    1.22    Ráðherrabústaður Þingvöllum
    1.23    Hrafnseyri
    1.40    Gjöf Jóns Sigurðssonar
    1.90    Ýmis verkefni
    5.21    Ráðherrabústaður Tjarnargötu
    5.22    Ráðherrabústaður Þingvöllum
    Þá verði breytt númerum á fjárlagaliðum Þjóðhagsstofnunar og Byggðastofnunar þannig að þau verði 01-211 Þjóðhagsstofnun og 01-221 Byggðastofnun.
 2.    Þá skal á það bent að fyrirsögn liðarins 02-223 Rannsóknastofnun uppeldismála á að vera Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála til samræmis við ný lög um þá stofnun.
 3.    Lagt er til að tvö viðfangsefni flytjist frá fjárlagalið 03-401 Alþjóðastofnanir undir utanríkisráðuneyti á fjárlagalið 05-190 Ýmis verkefni undir sjávarútvegsráðuneyti. Viðfangsefni þessi eru:
    a.    Viðfangsefni 03-401-1.31 Alþjóðahafrannsóknir (ICES, NAFO, NEAFC) sem fær númerið 05-190-1.52.
    b.    Viðfangsefni 03-401-1.57 Norður-Atlantshafslaxveiðinefndin, NASCO sem fær númerið 05-190-1.53.
 4.    Í félagsmálaráðuneyti breytast heiti viðfangsefna sem hér segir:
    a.    703 Málefni fatlaðra, Vesturlandi: Viðfangsefnið 1.40 Leikfangasafn Borgarnesi fær heitið 1.40 Leikfangasöfn Vesturlandi.
    b.    704 Málefni fatlaðra, Vestfjörðum: Viðfangsefnið 1.40 Leikfangasafn Ísafirði fær heitið 1.40 Leikfangasöfn Vestfjörðum.
    c.    705 Málefni fatlaðra, Norðurlandi vestra: Viðfangsefni 1.40 Leiktækjasöfn fær heitið 1.40 Leikfangasöfn Norðurlandi vestra.
 5.    Loks að fjárlagaliður 07-999 127 Slysavarnafélag Íslands verði fært frá félagsmálaráðuneyti í samgönguráðuneyti og fái fjárlaganúmerið 10-190 127.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði prentað með þessum breytingum eftir 2. umræðu.

Alþingi, 7. des. 1993.



Sigbjörn Gunnarsson,

Sturla Böðvarsson.

Einar K. Guðfinnsson.


form., frsm.



Árni Johnsen.

Árni M. Mathiesen.

Gunnlaugur Stefánsson.





Fylgiskjal I.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 (01 Forsætisráðuneyti, 06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti).

Frá meiri hluta allsherjarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 20. október 1993. Á fund nefndarinnar komu frá forsætisráðuneytinu Guðmundur Árnason deildarstjóri og frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu Ari Edwald, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Dagný Leifsdóttir deildarstjóri og Guðmundur Þ. Guðmundsson deildarstjóri. Gerðu þau grein fyrir þeim liðum frumvarpsins sem varða viðkomandi ráðuneyti. Þá fékk nefndin til viðræðna frá Byggðastofnun Matthías Bjarnason stjórnarformann og Guðmund Malmquist forstjóra.
    Nefndin kynnti sér sérstaklega tillögur um sameiningu sýslumannsembætta og fékk á sinn fund í því skyni fulltrúa frá dómsmálaráðuneytinu og Hauk Ingibergsson, deildarstjóra í fjármálaráðuneytinu. Þá komu til viðræðna við nefndina Halldór Þ. Jónsson, sýslumaður á Sauðárkróki og formaður Sýslumannafélags Íslands, Þorleifur Pálsson, sýslumaður í Kópavogi, Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Borgarnesi og Ólafur Kr. Ólafsson, sýslumaður í Stykkishólmi. Fram komu öndverð viðhorf til hluta af hugmyndum um sameiningu sýslumannsembætta og lýstu fulltrúar sýslumanna yfir efasemdum um að markmið tillagnanna næðust nema að takmörkuðu leyti.
    Í ljósi þess að frumvarp til breytingar á 11. gr. laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92/1989, sem er forsenda þess að sameining nái fram að ganga, hefur ekki verið lagt fram á Alþingi telur meiri hluti nefndarinnar að svo stöddu ekki efni til að gera athugasemdir við málið.

Alþingi, 16. nóv. 1993.



Sólveig Pétursdóttir, form.


Gísli S. Einarsson.


Björn Bjarnason.


Eyjólfur Konráð Jónsson.


Ingi Björn Albertsson. Fylgiskjal II.




Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 (01 Forsætisráðuneyti, 06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti).

Frá minni hluta allsherjarnefndar.



    Allsherjarnefnd hefur farið yfir útgjaldahlið fjárlagafrumvarpsins sem heyrir til æðstu stjórn ríkisins, forsætisráðuneyti og dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Mestum tíma hefur nefndin varið til að athuga tillögur um fjárveitingar til sýslumannsembættanna vegna þeirra miklu breytinga sem ætlað er að gera á skipan þeirra.
    Á fund nefndarinnar komu m.a. fulltrúar frá Sýslumannafélagi Íslands. Bentu þeir á ýmis atriði sem verið væri að vinna að til hagræðingar í rekstri embættanna og að áfram væri hægt að halda á þeirri braut. Einnig gæti komið til greina sameining einhverra sýslumannsembætta. Það ætti að gerast að undangenginni ítarlegri athugun á öllum hliðum málsins þannig að sparnaður yrði sem mestur án þess að draga um of úr þjónustu. Slík athugun lægi alls ekki fyrir nú og því væri rennt alveg blint í sjóinn með hvaða sparnaður yrði af þeirri tillögu sem liggur fyrir og drógu þeir stórlega í efa að hann yrði nokkur eða töldu að hann yrði jafnvel minni en enginn. Töldu þeir að mjög víða væri sameining sýslumannsembættanna útilokuð nema haldið væri áfram að hafa útibú á þeim stöðum þar sem embætti verða lögð niður. Engin áætlun lægi hins vegar fyrir um hversu mikil þjónusta yrði veitt og þá ekki heldur hversu fjölmennt starfslið þyrfti til að inna hana af hendi, hvorki hvað varðar fast starfslið eða með heimsóknum sýslumanns og fulltrúa hans á staðinn.
    Dómsmálaráðuneytið hefur þegar gert tillögu um að hækka framlag til löggæslu á Hvolsvelli um 5,3 millj. kr. vegna vanáætlunar í frumvarpinu. Víðar hafa komið fram efasemdir um að tölur standist og hefur sýslumaðurinn í Vestur-Skaftafellssýslu bent á að verið sé að færa kostnað frá ríkinu til þeirra sem á þjónustunni þurfa að halda og muni ferðakostnaður Vestur-Skaftfellinga til Hvolsvallar geta numið allt að 5–6 millj. kr. Þá virðist vafasamt að tekjur af eignasölu muni standast þar sem sala mun víða verða erfið þegar samdráttur vegna niðurlagningar embættanna bætist við þann samdrátt sem fyrir er í þessum byggðarlögum.
    Sýslumennirnir í Kópavogi og Hafnarfirði afhentu allsherjarnefnd greinargerð um embætti sín og bentu á ýmis atriði sem valda því að aukinn kostnaður og óþægindi munu fylgja skipulagsbreytingunni. Það er líka athyglisvert að sjá í töflu frá ríkisbókhaldi, sem fylgir með áliti sýslumannsins í Kópavogi, að í árslok 1992 hefði verið komið um 1.460 millj. kr. meira í ríkissjóð ef innheimtuhlutfall Gjaldheimtunnar í Reykjavík hefði verið það sama og í Kópavogi.
    Af öðrum liðum hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu má benda á kirkjumál. Í athugasemdum með fjárlagafrumvarpinu kemur fram að ráðherra áformar að gera þar skipulagsbreytingar með nýjum lögum sem færa ákveðna málaflokka frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til biskups Íslands. Þetta eru að mestu sömu liðir og 20% af kirkjugjarðsgjöldum er ætlað að standa undir á þessu ári. Þessir liðir eru enn í fjárlagafrumvarpinu en ekki fékkst skýring á því hvort 20% af kirkjugarðsgjaldinu koma inn í teknahlið frumvarpsins. Enn fremur kom fram að ekki er ljóst hvernig þessum verkefnatilflutningi verður hagað, hvort biskupsstofan þarf að bæta við sig nýjum mannafla til að sinna því, en ekki er gert ráð fyrir neinu fjármagni til biskupsstofu til að standa undir slíkum kostnaði.
    Af liðum, sem falla undir æðstu stjórn ríkisins, má nefna laun hæstaréttardómara. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að greiða þeim yfirvinnu í samræmi við það sem forsætisráðherra hafði samþykkt. Það er hins vegar nokkru hærra en Kjaradómur hefur nú úrskurðað og hlýtur því að verða að breyta þeirri tölu til samræmis við úrskurð Kjaradóms. Tveggja prósenta samdráttur er í fjárveitingu til Alþingis. Forsætisnefnd hefur hins vegar ákveðið að halda skuli þingfund á Þingvöllum 17. júní nk. án þess að til þess sé ætluð nokkur fjárveiting á fjárlagalið Alþingis. Það sama gildir um forsætisráðuneytið að þar er ókomin inn fjárveiting vegna þjóðhátíðar á Þingvöllum 17. júní. Það vekur líka athygli að Seðlabankanum er ekki lengur ætlað að greiða þann aukna hlut í rekstrarkostnaði Þjóðhagsstofnunar sem hann gerir á yfirstandandi ári. Allhá fjárveiting er ætluð til byggingar húss fyrir Hæstarétt. Þessu húsi er ætlaður staður sem mikill ágreiningur er um og gerir minni hlutinn því fyrirvara um þessa fjárveitingu.
    Hjá formanni stjórnar Byggðastofnunar og forstjóra hennar komu fram athyglisverðar upplýsingar. Formaður sagði að framlög til stofnunarinnar hefðu farið minnkandi allt frá árinu 1977 þegar þau voru um eða yfir 1 milljarði kr. á núgildandi verðlagi og að svo héldi áfram. Engin fjárveiting hefði komið til Byggðastofnunar þegar hún tók að sér greiðslu launa iðnráðgjafa sem nú nefnast atvinnuráðgjafar og það væri líklegt að í stað 350 millj. kr., sem stofnunin hefði til ráðstöfunar á þessu ári, yrði lítið meira en 300 millj. kr. á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarpið. Áætlað er að veita 80 millj. kr. í styrki á þessu ári, þar af 25 millj. kr. til atvinnumálafélaga, en úr því mundi draga á næsta ári. Engin fjárveiting hefði komið til að standa við ákvæði búvörusamnings um 100 millj. kr. til atvinnuuppbyggingar í sauðfjárrækt. Hins vegar væri ríkisábyrgð á 20 millj. kr. lántöku sem ætti að skoðast sem áhættufjármagn. Lánveitingar, sem hægt væri að flokka undir þennan lið, yrðu þó langt innan við 100 millj. kr. Þau byggðarlög, sem höllum fæti standa, hafa ekki bolmagn til mikillar lántöku og þurfa því á hlutafjárframlögum að halda. Því væri mjög brýnt að breyta reglugerð um Byggðastofnun sem kæmi í veg fyrir að hún hefði heimild til þess. Staða atvinnuveganna færi nú mjög versnandi, sérstaklega sjávarútvegs sem aflasamdrátturinn bitnaði mjög þungt á. Vegna þessara þrenginga hefur Byggðastofnun nú eignast skip og verksmiðju sem veldur henni auknum erfiðleikum. Það er því ljóst að staða Byggðastofnunar verður ákaflega erfið á næsta ári miðað við þær þröngu skorður sem fjárlagafrumvarpið setur henni.
    Um önnur atriði í fjárlagafrumvarpinu en þau sem hér hefur verið fjallað um hefur nefndin lítið rætt og er því ekki unnt að taka afstöðu til þeirra eða koma með ábendingar.
    Vísað er til greinargerðar er nefndinni barst frá sýslumönnunum í Kópavogi og Hafnarfirði.

Alþingi, 16. nóv. 1993.



Jón Helgason.
Anna Ólafsdóttir Björnsson.
Ólafur Þ. Þórðarson.
Kristinn H. Gunnarsson.



Fylgiskjal III.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 (07 Félagsmálaráðuneyti).

Frá meiri hluta félagsmálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 20. október 1993. Á fund nefndarinnar komu frá félagsmálaráðuneytinu Húnbogi Þorsteinsson skrifstofustjóri, Sturlaugur Tómasson deildarstjóri og Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri og frá Hagsýslu ríkisins Haukur Ingibergsson deildarstjóri og Ómar H. Kristmundsson stjórnsýslufræðingur.
    Nefndin fjallaði að þessu sinni sérstaklega um málefni fatlaðra og málefni barna og ungmenna. Fjárveitingar til Framkvæmdasjóðs fatlaðra lækka um 30 millj. kr. vegna lækkunar tekna af erfðafjárskatti. Jafnframt tekur sjóðurinn að sér sérstök viðfangsefni á sviði rekstrar sem nema 42,2 millj. kr. Sérstök fjárveiting úr ríkissjóði til byggingar sambýla fyrir geðfatlaða er óbreytt, 20 millj. kr. Einu nýju stofnanirnar, sem framlag verður veitt til, eru sambýli sem fyrirhugað er að koma á fót vegna sölu Sólborgar á Akureyri, en Framkvæmdasjóður fatlaðra hefur veitt framlög til Sólborgar á liðnum árum. Meiri hluti nefndarinnar leggur áherslu á mikilvægi uppbyggingar í þessum málaflokki í framtíðinni.
    Við afgreiðslu laga um málefni fatlaðra á 115. löggjafarþingi setti félagsmálanefnd fram það álit sitt að hún teldi mikilvægt að vegna þeirrar óskýru réttarstöðu, sem íbúar Kópavogshælis búa við, mundi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra beita sér þegar fyrir skipan fimm manna nefndar sem skyldi hafa það verkefni að gera tillögur um framtíðarhlutverk og skipan Kópavogshælis. Taldi félagsmálanefnd eðlilegt að félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra, stjórnarnefnd Ríkisspítalanna og stjórnarnefnd í málefnum fatlaðra tilnefndu sinn fulltrúa hver og að jafnframt skipaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra formann án tilnefningar. Lítið hefur þokast í þessu máli þótt nefndin hafi verið skipuð. Meiri hlutinn telur eðlilegt að fjárlaganefnd hafi upplýsingar um þessa sérstöðu Kópavogshælis.
    Meiri hlutinn lýsir ánægju sinni með að auknu fé verði varið til málefna barna og unglinga samkvæmt fjárlagafrumvarpinu og væntir þess að það sé vísbending um að þessi málaflokkur fái aukið vægi í framtíðinni. Þá er von meiri hlutans að áform um Fjölskylduþjónustu ríkisins verði til að styrkja þjónustu í þessum málaflokki.
    Meiri hlutinn telur brýnt að fjárlaganefnd og fagnefndir Alþingis komi sér saman um hver þáttur fagnefndanna á að verða í fjárlagavinnunni og lýsir yfir ánægju sinni með þá fyrirætlun að fulltrúar þessara nefnda komi saman og móti reglur varðandi þessa samvinnu. Meiri hlutinn vill koma á framfæri þeim hugmyndum að fjárlaganefnd feli t.d. fagnefndum ákveðna þætti fjárlagafrumvarpsins til umfjöllunar eða einstök verkefni og nefnir sem dæmi úthlutun sérstakra safnliða.
    Meiri hlutinn gerir ekki frekari athugasemdir við þann þátt fjárlagafrumvarpsins sem að nefndinni snýr. Einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að lýsa viðhorfum sínum til einstakra málaflokka á þessu sviði við framhaldsumræðu málsins.

Alþingi, 18. nóv. 1993.



Rannveig Guðmundsdóttir, form.


Gísli S. Einarsson.


Guðjón Guðmundsson.


Einar K. Guðfinnsson.


Eggert Haukdal.





Fylgiskjal IV.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 (07 Félagsmálaráðuneyti).

Frá minni hluta félagsmálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 20. október 1993.
    Um leið og minni hluti nefndarinnar tekur undir ýmis efnisatriði sem fram koma í nefndaráliti meiri hlutans vill hann koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri:
    Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að Framkvæmdasjóður fatlaðra taki að sér ákveðin verkefni á sviði rekstrar sem kveðið er á um í lögum um málefni fatlaðra, svo sem aðstoð við fatlaða vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar (27. gr. laga nr. 59/1992), frekari liðveislu til fatlaðra einstaklinga sem búa í heimahúsi enda geti hún komið í veg fyrir stofnanavistun (25. gr. sömu laga) og kostnað sem til fellur vegna starfa stjórnarnefndar um málefni fatlaðra. Áætlaður kostnaður vegna þessara verkefna er 42,2 millj. kr. en að auki er gert ráð fyrir að Framkvæmdasjóður fatlaðra skerðist um 30 millj. kr. vegna lækkaðra tekna af erfðafjárskatti. Minni hlutinn vill benda á að Framkvæmdasjóðurinn var á sínum tíma stofnaður til að gera sérstakt átak í málefnum fatlaðra og til að fjármagna framkvæmdir sem væru til þess fallnar að jafna stöðu þeirra gagnvart þeim sem ófatlaðir teljast. Þó að miklar framfarir hafi orðið í þessum málaflokki á sl. 10 árum er því miður ekki hægt að halda því fram að sjóðurinn hafi lokið hlutverki sínu. Það er því ástæða til að fara varlega í að taka framlög sjóðsins í almennan rekstur sem í raun ættu að greiðast af fjárlögum.
    Þá vill minni hlutinn benda á að á bls. 250 í fjárlagafrumvarpinu er fullyrt að á árinu 1994 verði „ekki veitt framlög úr Framkvæmdasjóði fatlaðra og Framkvæmdasjóði aldraðra til að koma á fót nýjum stofnunum“. Í 6. gr. fjárlaganna (3.32) er fjármálaráðherra engu að síður veitt heimild til að selja fasteignina Sólborg á Akureyri en þar er nú rekin sólarhringsstofnun fyrir fatlaða. Forsenda þess að salan geti átt sér stað er að Framkvæmdasjóður fatlaðra fjármagni í staðinn kaup á húsnæði á Akureyri fyrir þrjú sambýli fatlaðra sem henti núverandi íbúum Sólborgar. Enn þá hefur engin viðhlítandi skýring fengist á þessari þversögn í fjárlagafrumvarpinu.
    Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 20 millj. kr. fjárveitingu úr ríkissjóði til byggingar sambýla fyrir geðfatlaða en þetta er sama upphæð og var á fjárlögum yfirstandandi árs. Í nefndinni kom hins vegar fram að enn hefði ekkert verið aðhafst í þessum málum og telur minni hlutinn það mjög miður, ekki síst þegar haft er í huga það ófremdarástand sem ríkir í málefnum heimilislausra geðfatlaðra einstaklinga.
    Minni hlutinn bendir á að í fjárlagafrumvarpinu er haldið áfram á þeirri braut að auka sértekjur ríkisstofnana. Þannig er áætlað að afla 11,9 millj. kr. með hækkun á brunavarnagjaldi og 4,1 millj. kr. í hækkun sértekna hjá Vinnueftirliti ríkisins. Í húsnæðismálum er gert ráð fyrir að Húsnæðisstofnun ríkisins spari 24 millj. kr. í rekstri. Nefndin hefur ekki rætt þessa öflun sértekna eða með hverju Húsnæðisstofnun hyggst ná þessum sparnaði.
    Framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækkar um 600 millj. kr. sem stafar af því að 500 millj. kr. fjárveiting er nú veitt til sjóðsins úr ríkissjóði í stað landsútsvars sem fyrirhugað er að leggja niður. Horfið er frá skerðingu á tekjum sjóðsins, sem var 100 millj. kr. á fjárlögum 1993. Ekkert viðbótarfjármagn er því í raun til sjóðsins, þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aukin verkefni honum til handa í tengslum við sameiningu sveitarfélaga, og ekki er tekið á neinn hátt á því máli í frumvarpinu.
    Liðurinn vinnumál lækkar um 3,7 millj. kr. Sú lækkun kemur niður á framlagi til aðila vinnumarkaðarins. Ekki liggur fyrir rökstuðningur fyrir því að lækka þetta framlag. Á undanförnum árum hafa ASÍ og samtök aðila vinnumarkaðarins haldið uppi sérfræðivinnu varðandi efnahagsmál og Alþýðusamband Íslands hefur veitt launafólki ráðgjöf og unnið mikið starf í umsögnum og yfirferð á löggjafarmálefnum. Minni hlutinn hefur ekki séð rök fyrir þessari lækkun fjárveitinga.

Alþingi, 29. nóv. 1993.



Jón Kristjánsson.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.


Ingibjörg Pálmadóttir.


Kristinn H. Gunnarsson.




Fylgiskjal V.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 (08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti).

Frá meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar.



    Heilbrigðis- og trygginganefnd hefur skv. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og í samræmi við bréf fjárlaganefndar, dags. 20. október 1993, fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar. Á fund nefndarinnar kom frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðneyti Svanhvít Jakobsdóttir deildarstjóri og skýrði þá liði frumvarpsins er varða ráðuneytið og stofnanir þess.
    Nefndin kynnti sér sérstaklega fjárhagsmálefni sjúkrastofnana í Reykjavík og áform um sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala og fékk á sinn fund í því skyni fulltrúa sjúkrastofnana. Frá Borgarspítala komu Árni Sigfússon stjórnarformaður, Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri, Magnús Skúlason aðstoðarframkvæmdastjóri, Jóhannes M. Gunnarsson, formaður læknaráðs Borgarspítalans, og Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrunarforstjóri. Þá komu frá Landakotsspítala Höskuldur Ólafsson stjórnarformaður, Logi Guðbrandsson framkvæmdastjóri, Ólafur Örn Arnarson, formaður læknaráðs Landakotsspítala, og Aðalbjörg Finnbogadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri. Loks komu á fund nefndarinnar frá Landspítala Guðmundur Karl Jónsson stjórnarformaður, Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, Ásmundur Brekkan, formaður læknaráðs Landspítalans, og Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunarforstjóri. Þá studdist nefndin við skrifleg gögn sem henni bárust frá Borgarspítala og Landakotsspítala.
    Nefndin gerir ekki á þessu stigi málsins athugasemdir við einstaka liði fjárlagafrumvarpsins. Einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja breytingartillögur við málið eða fylgja þeim sem fram kunna að koma.

Alþingi, 24. nóv. 1993.



Gunnlaugur Stefánsson, form.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Guðmundur Hallvarðsson.


Sólveig Pétursdóttir.


Drífa Hjartardóttir.





Fylgiskjal VI.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 (08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti).

Frá minni hluta heilbrigðis- og trygginganefndar.



    Heilbrigðis- og trygginganefnd hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem varðar heilbrigðis- og tryggingamál.
    Á fundi nefndarinnar kom frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti Svanhvít Jakobsdóttir deildarstjóri og skýrði þá liði frumvarpsins er varða ráðuneytið og stofnanir er undir það heyra. Nefndin fékk einnig til fundar við sig fulltrúa frá Borgarspítala, Landakotsspítala og Ríkisspítölum þar sem rætt var um þær fjárveitingar sem áætlaðar hafa verið til þessara stofnana í fjárlagafrumvarpinu. Einnig var rætt um fyrirhugaða verkaskiptingu milli sjúkrahúsanna þriggja og sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala. Frá Borgarspítalanum komu Árni Sigfússon stjórnarformaður, Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri, Magnús Skúlason aðstoðarframkvæmdastjóri, Jóhannes M. Gunnarsson, formaður læknaráðs, og Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrunarforstjóri. Frá Landakotsspítala komu Höskuldur Ólafsson stjórnarformaður, Logi Guðbrandsson framkvæmdastjóri, Ólafur Örn Arnalds, formaður læknaráðs, og Aðalbjörg Finnbogadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri. Frá Ríkisspítölum komu Guðmundur Karl Jónsson stjórnarformaður, Davíð Á. Gunnarsson forstjóri, Ásmundur Brekkan, formaður læknaráðs, og Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunarforstjóri.
    Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála lækki um 2,4 milljarða kr. að öllu óbreyttu, þ.e. frá því sem orðið hefði ef ekkert hefði verið að gert. Fyrirhugað var að útgjöld lækkuðu í meginatriðum á eftirfarandi hátt:
—    Hætt yrði rekstri barnaheimila á ríkisreknum sjúkrastofnunum og sveitarfélögum gefinn kostur á að taka við rekstrinum. Þannig var áætlað að lækka útgjöld um 200 millj. kr.
—    Framlög til áfengismeðferðarstofnana yrðu lækkuð um 90 millj. kr.
—    Útgjöld vegna lífeyristrygginga yrðu lækkuð um 525 millj. kr.
—    Útgjöld vegna sjúkratrygginga yrðu lækkuð um 730 millj. kr.
—    Með hagræðingu í rekstri sjúkrahúsa spöruðust 735 millj. kr.
—    Með breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar yrðu sparaðar 120 millj. kr.
    Ríkisstjórnin hefur nú fallið frá flestum þessara sparnaðaráforma og vill minni hluti heilbrigðis- og trygginganefndar vekja sérstaka athygli á eftirfarandi atriðum:
—    Samið hefur verið um að ríkið haldi áfram rekstri leikskóla sjúkrastofnana á árinu 1994 þó það verði með nokkuð öðru sniði en var árið 1993. Því er ljóst er að áætlanir um 200 millj. kr. sparnað standast ekki.
—    Spara átti 90 millj. kr. með því að loka Gunnarsholti, lækka framlög til Hlaðgerðarkots og krefjast aukinna sértekna af SÁÁ, Ríkisspítölum og Hlaðgerðarkoti. Heilbrigðisráðherra hefur lýst því yfir að Gunnarsholti verði ekki lokað. Engar tillögur liggja fyrir um hvernig gjaldtöku af áfengismeðferðarsjúklingum skuli háttað, enda skortir hana lagaheimild. Þeir sem best þekkja til og starfa við áfengismeðferð á þessum stofnunum fullyrða að útilokað sé að innheimta gjöld fyrir þessa þjónustu þar sem langflestir þeirra sem þjónustunnar njóta hafi ekki bolmagn til greiða fyrir hana.
—    Útgjaldalækkun á sviði lífeyristrygginga átti að hluta til að ná með því að tekju- og eignatengja lífeyrisgreiðslur. Þannig átti að spara 200 millj. kr.
                  Tekjutenging ekkjulífeyris á að spara 75 millj. kr. og með hertu eftirliti með greiðslum, svo sem í fæðingarorlofi, og með atvinnuþátttöku á að spara 50 millj. kr. Endurskoða á eingreiðslur í samráði við fulltrúa verkalýðsfélaganna og annarra hagsmunaaðila og spara þannig 200 millj. kr.
                  Yfirlýsing hefur nú komið frá ríkisstjórninni um að hætt sé við að tekju- og eignatengja lífeyrisgreiðslur. Engar samningaviðræður hafa átt sér stað um endurskoðun á eingreiðslum. Engar tillögur liggja enn fyrir um hvernig tekjutengja á ekkjulífeyri né hvernig á að auka eftirlit með útgreiðslum úr lífeyristryggingum. Það er því ljóst að áformaður 525 millj. kr. sparnaður á sviði lífeyristrygginga mun ekki nást nema að litlu leyti.
—    Stærstum hluta sparnaðar á sviði sjúkratrygginga átti að ná með aukinni skattheimtu upp á 400 millj. kr., þ.e. með heilsukortum. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að falla frá því. Engar tillögur liggja fyrir um með hvaða hætti þessum 400 millj. kr. sparnaði verður mætt. Til viðbótar átti að spara 330 millj. kr. með því að lækka laun lækna, breyta fyrirkomulagi við röntgengreiningar og rannsóknir, lækka lyfjakostnað og spara í tannlækningum. Enn liggja engar tillögur fyrir um það með hvaða hætti þessum sparnaði skuli náð.
—    Sparnaði í rekstri sjúkrahúsa á að ná með óskilgreindri hagræðingu með því að leggja niður barnadeild Landakotsspítala og einkavæða Þvottahús ríkisspítalanna. Eftir því sem best er vitað hefur verið ákveðið að hætta við að einkavæða Þvottahús ríkisspítalanna, enn er óljóst hvað verður um rekstur barnadeildar Landakotsspítala og engar tillögur liggja fyrir um með hvaða hætti á að hagræða og spara í rekstri sjúkrahúsanna. Ekki er því fyrirséð að hægt verði að ná þeim 735 millj. kr. sparnaði sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu.
—    Lögum um atvinnuleysistryggingar á að breyta til „að koma í veg fyrir misnotkun á greiðslum bóta“ og spara þannig 120 millj. kr. Engar tillögur liggja fyrir um það með hvaða hætti þetta skuli gert.
    Af framansögðu er ljóst að af fyrirhuguðum 2,4 milljarða kr. sparnaði, sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, hefur ríkisstjórnin nú þegar fallið frá áformum um 700 millj. kr. sparnað. Að auki bendir ekkert til að 700 millj. kr. sparnaður í rekstri sjúkrahúsa muni nást þar sem fyrir liggur að sjúkrahúsin þarfnast þvert á móti fremur aukinna fjárveitinga. Þá er full ástæða til að efast um að það sem eftir stendur af sparnaðaráformum, um 1 milljarður kr., muni ekki nást þar sem engar tillögur liggja fyrir um hvernig niðurskurði skuli háttað.
    Minni hlutinn vill að lokum vekja athygli á því sem segir á bls. 250 í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu um Framkvæmdasjóð aldraðra. Ekki verður annað séð en að það jafngildi því að leggja niður sjóðinn ef ekki verða veitt ný framlög úr honum til að koma á fót nýjum stofnunum.
     Sá þáttur fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1994, sem snýr að heilbrigðis- og tryggingamálum, er með vísan til framangreinds með öllu óraunhæfur, enda byggður á forsendum sem ekki standast.

Alþingi, 30. nóv. 1993.



Finnur Ingólfsson.


Ingibjörg Pálmadóttir.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.


Margrét Frímannsdóttir.





Fylgiskjal VII.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 (11 Iðnaðarráðuneyti).

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur skv. 2. mgr. 25. gr. þingskapa Alþingis og í samræmi við bréf fjárlaganefndar, dags. 20. október 1993, fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar. Nefndin fékk á sinn fund til viðræðna um málið Þorkel Helgason, ráðuneytisstjóra iðnaðarráðuneytisins, og Kristmund Halldórsson, deildarstjóra í sama ráðuneyti, og gerðu þeir grein fyrir iðnaðarmálakafla frumvarpsins og svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna.
    Í áliti iðnaðarnefndar frá sl. ári segir svo:
    „Nefndarmenn telja óhjákvæmilegt að komið verði nýrri og gleggri skipan á meðferð frumvarps til fjárlaga í fagnefndum. Í iðnaðarnefnd hefur t.d. komið fram sú hugmynd að fjárlaganefnd og viðkomandi fagnefnd geri í tæka tíð samkomulag um að fagnefndin fjalli um tiltekinn þátt fjárlagafrumvarpsins. Verði þá miðað við að fagnefndin fjalli um öll atriði viðkomandi málaflokks og skili efni í lokaálit fjárlaganefndar. Forsenda þessa er að sjálfsögðu, eins og áður var nefnt, fullt samkomulag við fjárlaganefnd. Mætti hugsa sér að fagnefndin og fjárlaganefndin gengju frá samkomulagi síðla sumars svo að fagnefndin gæti fyrir upphaf þings hafið umfjöllun um málið. Iðnaðarnefndin leggur áherslu á að fjárlaganefnd, forsætisnefnd og formenn þingflokkanna komi sér saman um fyrirkomulag þessara mála í vetur.“
    Það er í samræmi við þessi sjónarmið iðnaðarnefndar sem efnt var til fundar nýlega með formönnum þingnefnda þar sem ákveðið var að koma betri skipan á samskipti fjárlaganefndar og annarra fagnefnda við umfjöllun um fjárlagafrumvarpið og skilgreina jafnframt nánar hlutverk fagnefndanna í fjárlagavinnunni. Nefndin fagnar því að ætlunin er að ræða þessi mál frekar á sameiginlegum fundi formanna nefndanna í byrjun næsta árs þannig að ný skipan á fjárlagavinnunni geti legið fyrir áður en umfjöllun Alþingis um fjárlög fyrir árið 1995 hefst.
    Hvað varðar einstaka þætti í fjárlagafrumvarpi ársins 1994 vill nefndin benda á eftirfarandi:
    1.     Nefndin bendir á að eðlilegt væri að óskiptir liðir í iðnaðarkafla fjárlagafrumvarpsins yrðu betur afmarkaðir og leggur áherslu á að óskiptir liðir, sem ætlaðir eru til tiltekinna verkefna, séu ekki notaðir til annarra þátta.
    2.     Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er Rafmagnsveitum ríkisins ætlað að skila 50 millj. kr. í ríkissjóð. Hér er um þó nokkra hækkun á arðgreiðslum að ræða í ríkissjóð frá gildandi fjárlögum og þar með verður samkeppnisstaða Rafmagnsveitna ríkisins allt önnur en annarra rafveitna. Að mati nefndarinnar er hér um óæskilegt ósamræmi að ræða.
    3.     Með hliðsjón af því m.a. að iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að afturkalla ýmsar breytingar, sem gerðar voru síðasta sumar á reglugerð um starfsemi Rafmagnseftirlits ríkisins, telur nefndin óhjákvæmilegt að leita leiða til að hækka framlög til stofnunarinnar. Fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni minna jafnframt á mikilvægi þess að standa við þann ramma sem ráðuneytinu er ætlaður.
    Einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum er fram kunna að koma.

Alþingi, 6. des. 1993.



Svavar Gestsson, form.


Gísli S. Einarsson.


Pálmi Jónsson.


Páll Pétursson.


Tómas Ingi Olrich.


Guðjón Guðmundsson.


Finnur Ingólfsson.


Sigríður A. Þórðardóttir.


Kristín Einarsdóttir.






Fylgiskjal VIII.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 (04 Landbúnaðarráðuneyti).

Frá landbúnaðarnefnd.



1.     Inngangur.

    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á hennar málefnasviði, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis og bréf fjárlaganefndar frá 20. október 1993. Á fund nefndarinnar komu frá landbúnaðarráðuneytinu Jóhann Guðmundsson deildarstjóri og Hreinn Pálmason fulltrúi. Enn fremur komu til viðræðna við nefndina vegna málefna Skógræktar ríkisins Jón Loftsson skógræktarstjóri og vegna Landgræðslu ríkisins Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Níels Árni Lund, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Vegna málefna loðdýraræktarinnar komu á fund nefndarinnar frá Sambandi íslenskra loðdýraræktenda Ásgeir Pétursson, Arvid Kro og Viðar Magnússon. Þá ræddi nefndin við fulltrúa Búnaðarfélags Íslands, Byggðastofnunar og Stéttarsambands bænda um þessi mál auk þess sem fleiri aðilar, er komu á fund nefndarinnar, lýstu sjónarmiðum sinni þar að lútandi þótt fjárlög væru þá ekki sérstaklega til umræðu.
    Nefndinni bárust erindi frá Búnaðarsambandi Austurlands, Stéttarsambandi bænda, Landssamtökum sauðfjárbænda og Búnaðarsambandi Suðurlands.
    Íslenskur landbúnaður stendur nú frammi fyrir breyttum tímum. Vænta má að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið taki gildi um næstu áramót og vaxandi líkur eru fyrir að GATT-samkomulagið, sem felur í sér aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur, nái fram að ganga. Þannig mun íslenskur landbúnaður í framtíðinni þróast til samræmis við alþjóðlega viðskiptahætti í stað þeirrar innflutningsverndar sem hann hefur jafnan notið. Þessar breytingar munu þrengja að landbúnaðinum. Er þó varla á bætandi þegar litið er til þeirra miklu breytinga sem leiða af niðurfellingu útflutningsbóta og aðlögun framleiðslunnar að innlendum markaði. Nefndin hefur þessar aðstæður í huga við afgreiðslu þessa álits.
    Samdráttur í sölu sauðfjárafurða á innanlandsmarkaði kemur hart niður á sauðfjárbændum. Af þeim ástæðum ákvað nefndin að leita eftir sem áreiðanlegustu upplýsingum um stöðu þeirra mála. Með bréfi til Byggðastofnunar, dags. 14. október 1993, fór nefndin fram á að stofnunin gerði úttekt á afkomu sauðfjárræktarinnar (sbr. fylgiskjal) og leitaði í framhaldi af því, með bréfi dags. 9. nóvember 1993, eftir að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á framkvæmd búvörusamningsins frá 11. mars 1991 (sbr. fylgiskjal). Frekari umfjöllun nefndarinnar um þessi mál verður að bíða þar til að svör hafa borist og ef ástæða þykir til mun nefndin kynna fjárlaganefnd þær niðurstöður.

2. Búvörusamningur.
    Í áliti landbúnaðarnefndar til fjárlaganefndar, frá 3. desember 1992, er gerð ítarleg grein fyrir framkvæmd búvörusamninga sem byggði á greinargerð er nefndinni hafði þá borist frá Ríkisendurskoðun. Á grundvelli mats Ríkisendurskoðunar lá m.a. fyrir að frestað var greiðsluskuldbindingum á ýmsum liðum að upphæð um 225 millj. kr. til ársins 1994. Vangreiddar voru 50 millj. kr. til Jarðasjóðs og 100 millj. kr. til Byggðastofnunar. Þá vantaði, að mati Framleiðsluráðs landbúnaðarins, um 14 millj. kr. upp á vangreiddan vaxta- og geymslukostnað. Til viðbótar þessu vantaði framlög til landgræðslustarfa bænda.
    Þess er vænst að þær ábendingar, sem fram komu í álitinu, verði nú skýrðar af Ríkisendurskoðun með hliðsjón af stöðu þessara mála. Framkvæmd búvörusamnings verður því ekki frekar rædd í þessu áliti.

3. Lífeyrissjóðsgreiðslur.

    Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1993 fékkst mikilvæg niðurstaða varðandi lífeyrisgreiðslur ráðunauta. Nú liggur fyrir að á skortir um lífeyrisgreiðslur vegna héraðsráðunauta, að upphæð 2,5 millj. kr., sem finna verður lausn á. Í þessum efnum gætir misskilnings í skýringum fjárlagafrumvarpsins þar sem Búnaðarfélag Íslands og búnaðarsamböndin hafa aðskilinn fjárhag.

4. Búfjárræktar- og jarðræktarlög.
    Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1993 var einungis lögð áhersla á að þau framlög, sem ógreidd væru frá árinu 1993, yrðu gerð upp. Framkvæmdir vegna ársins 1992 voru á hinn bóginn látnar bíða þar sem síðasta greiðsla á skuld ríkisins við bændur var þá til greiðslu. Búnaðarþing hefur lagt til að við þessa fjárlagagerð verði einungis gerð krafa um greiðslu jarðræktarframlaga fyrir árið 1992, sem framreiknuð nema 74,2 millj. kr., en framkvæmdir þessa árs verði látnar bíða. Hér er um hógværa kröfu að ræða sem taka verður tillit til við afgreiðslu fjárlaga.

5. Landgræðslan og skógræktin.

    Samkvæmt bókun VI með búvörusamningnum, frá í mars 1991, eru uppi áform um að verja 2 milljörðum kr. til landgræðslustarfa bænda á samningstímanum. Þessi fyrirheit eru einungis að litlu leyti komin til framkvæmda. Vaxandi áhuga gætir á þessari starfsemi meðal bænda. Hefur það m.a. komið fram í stofnun landgræðslufélaga. Ábendingar um aukið fjármagn til þessara verkefna hafa borist víða að en kröfur eru hins vegar afar hóflegar. Nefndin leggur til að 18 millj. kr. til viðbótar verði varið til landgræðslustarfa bænda, en landgræðslubændum mundi fjölga um u.þ.b. bil 100 við það.

6. Málefni loðdýraræktarinnar.
    
Á undanförnum árum hefur ríkisvaldið, Stofnlánadeild landbúnaðarins og raunar fleiri aðilar sýnt mikinn skilning á þeim erfiðu aðstæðum sem loðdýrabændur hafa átt við að etja. Segja má að aðgerðir fyrrgreindra aðila á þessu ári skipti sköpum um líf greinarinnar. Einn þáttur þessara aðgerða hefur verið niðurgreiðsla á fóðri með framlögum frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins og ríkissjóði. Þessi stuðningur nam á fjárlögum þessa árs 34 millj. kr. Fyrir liggur að loðdýrabændur hafa leitað eftir áframhaldandi stuðningi meðan greinin er að rétta úr kútnum en bjartsýni gætir um hækkandi skinnaverð á næstu árum. Þess vegna leggur nefndin til að hliðstæð fjárveiting verði á fjárlögum ársins 1994.

7. Varnir gegn landbroti.

    Enn er í þessu fjárlagafrumvarpi naumt skammtað til varna gegn landbroti svo að tæpast mun nægja nema til brýnustu viðhaldsverkefna. Við fjárlagagerð fyrir árið 1993 var bent á aðsteðjandi vanda við Markarfljót og Jökulsá á Dal. Sá kostur var valinn að veita framkvæmdum við Markarfljót forgang og var auknu fé á fjárlögum varið til þessa verkefnis svo að unnt væri að verjast áframhaldandi landbroti. Reynslan hefur sýnt að horfið var að góðu ráði. Ekki þótti fært að hefjast handa við framkvæmdir við Jökulsá en þess vænst að hægt væri að fyrirbyggja frekari ágang árinnar á næsta ári. Reynslan sýnir að á því er mikil þörf því enn hefur landbrot aukist stórlega svo að samgöngum er ógnað auk þess sem hættan á að áin brjóti sér farveg gegnum sveitina þvera hefur aukist mjög. Áætlaður kostnaður er um 10 millj. kr. sem ef til vill er hægt að skipta að hluta á tvö ár.

8. Skólahúsið á Hvanneyri.
    Gallar á þaki skólahússins á Hvanneyri hafa verið viðvarandi vandamál og mikið tjón hlotist af vatnsskemmdum. Áætlað er að nýtt þak muni kosta um 30 millj. kr. Með því að greiða framkvæmdina á tveimur árum og færa hluta af viðhaldsfé skólans til þessa verkefnis er hægt að ná tilskildum árangri með 10 millj. kr. fjárveitingu.

9. Lokaorð.

    Í þessu áliti er einkum fjallað um viðskipti bænda og ríkisvaldsins þótt óskir hafi líka borist um leiðréttingu mála einstakra stofnana landbúnaðarins. Ef fjárlaganefnd hefur til meðferðar erindi einstakra stofnana sem landbúnaðarnefnd hefur ekki borist er ekki á færi landbúnaðarnefndar að leggja mat á þau erindi. Að lokum vill nefndin undirstrika að við núverandi aðstæður í landbúnaði verður að gæta sérstaklega að hlut bænda þegar fjallað er um þann þátt fjárlaga er varðar landbúnaðinn.
    Kristín Ástgeirsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu þessa álits.

Alþingi, 29. nóv. 1993.



Egill Jónsson, form.


Gísli Einarsson.


Guðni Ágústsson.


Ragnar Arnalds.


Eggert Haukdal.


Jóhannes Geir Sigurgeirsson.


Árni M. Mathiesen, með fyrirvara.


Einar K. Guðfinnsson, með fyrirvara.






Fylgiskjal IX.

Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 (02 Menntamálaráðuneyti).

Frá meiri hluta menntamálanefndar.



    Nefndin hefur farið yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði hennar, skv. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og í samræmi við bréf fjárlaganefndar, dags. 20. október 1993. Á fund nefndarinnar komu frá menntamálaráðuneyti Guðríður Sigurðardóttir ráðuneytisstjóri og Örlygur Geirsson skrifstofustjóri og frá fjármálaráðuneyti Ásdís Sigurjónsdóttir deildarsérfræðingur.
    Nefndin fjallaði um einstaka þætti frumvarpsins og ítarlega um þætti varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna. Í því skyni komu á fund nefndarinnar Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, Gunnar Birgisson stjórnarformaður, Gísli Fannberg deildarstjóri og Guðjón Viðar Valdimarsson fjármálastjóri. Þá komu á fundinn frá Stúdentaráði Háskóla Íslands Þorsteinn Þorsteinsson og Guðmundur J. Jónsson og frá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis Þorbjörn Tjörvi Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Frá Iðnnemasambandi Íslands komu á fund nefndarinnar Dan Hansson og Bjarni Jónsson og frá Bandalagi íslenskra sérskólanema Almar Eiríksson og Steindóra Gunnlaugsdóttir. Þá studdist nefndin við skrifleg gögn sem henni bárust frá framangreindum aðilum.
    Meiri hluti nefndarinnar telur að tímabært sé orðið að meta reynslu af yfirferð einstakra nefnda yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem þær varða og að æskilegt væri að settar yrðu verklagsreglur um samskipti fjárlaganefndar við aðrar nefndir á þessu sviði. Meiri hlutinn ákvað að gera ekki athugasemdir við þennan hluta fjárlagafrumvarpsins. Einstakir nefndarmenn munu, ef þeir svo kjósa, lýsa viðhorfum sínum við framhaldsumræðu málsins.

Alþingi, 23. nóv. 1993.



Sigríður A. Þórðardóttir, form.


Drífa Hjartardóttir.


Petrína Baldursdóttir.


Björn Bjarnason.


Tómas Ingi Olrich.






Fylgiskjal X.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 (02 Menntamálaráðuneyti).

Frá minni hluta menntamálanefndar.



    Menntamálanefnd tók sér ekki mikinn tíma til að fara yfir fjárlagafrumvarpið. Ástæðan er vafalaust sú að ekki hefur enn þá tekist að koma fjárlagavinnunni í eðlilegan farveg eftir breytingar sem gerðar voru á þingsköpum fyrir liðlega tveimur árum.
    Nú hefur verið ákveðið að breyta vinnubrögðum á þessu sviði og fagnar minni hlutinn því að tekist hefur samstarf með formönnum þingnefnda í því efni.
    Minni hlutinn bendir einkum á þrjú efnisatriði:

1. Lánasjóður íslenskra námsmanna.
    Vegna eftirágreiðslna lána hafa fjölmargir námsmenn gefist upp þar sem þeir treysta sér ekki í nám með því að borga allt að 20% vexti í yfirdráttarlán — og allmargir hafa orðið að hætta vegna þess að lánastofnanir hafa neitað þeim um lán — af því að þeir áttu ekki ríka að sem gátu skrifað upp á ábyrgðir.
    Í úthlutunarreglum LÍN er nú krafist 100% námsframvindu og hefur komið í ljós að kröfur LÍN eru oft í ósamræmi við kröfur skóla. LÍN hefur neitað að verða við óskum námsmanna um lagfæringar og hafa skólar því reynt að laga kröfur sínar að kröfum LÍN! Þannig hefur t.d. Söngskólinn í Reykavík fjölgað prófum í skólanum. Þeir nemendur, sem sitja heilsársnámskeið, hafa ekki fengið nema 75% lán á haustmissiri og afgang lánsins ef þeir hafa staðist próf að vori. Dæmi eru um að námsmenn hafi hætt námi vegna þess að þeir treysta sér ekki til að lifa 75% lífi fyrir áramót þótt þeir eigi von á 125% lífi eftir áramótin.
    Í nýjum úthlutunarreglum LÍN eru allar undanþágureglur mun þrengri en áður. Komist námsmaður ekki í próf vegna veikinda sinna eða vegna veikinda barna eru námslánin umsvifalaust skert. Ekkert svigrúm er veitt.
    Námsmönnum erlendis hefur fækkað um fjórðung frá því að lögin voru sett.
    Enginn hefur lýst framtíðarþjóðfélagi námsmanna betur en Gunnar Birgisson, formaður stjórnar LÍN, er hann sagði á opnum fundi með námsmönnum: „Fólk, sem fer í langt nám á námslánum, mun verða í vaxtafjötrum allt sitt líf og aldrei lifa mannsæmandi lífi.“

2. Grunnskólinn.
    Í kafla fjárlagafrumvarpsins um grunnskólann kemur m.a. fram að gert er ráð fyrir að framlengja ákvæði laga nr. 4/1993 fyrir skólaárið 1994–1995, þrátt fyrir ítrekuð loforð menntamálaráðherra um að grípa ekki til slíkra aðgerða. Þessi umdeildu ákvæði kveða á um frestun lágmarks vikulegs kennslutíma og fækkun leyfilegs kennarafjölda nema í yngstu bekkjunum og heimild til að fjölga um allt að tvo nemendur í bekk.
    Með þessu taldi ríkisstjórnin sig spara 100 millj. kr. á yfirstandandi ári. Auk þessa er fyrirhugað að spara sem nemur liðlega 100 millj. kr. með „aukinni hagræðingu“ í rekstri grunnskóla.
    Það er því ljóst að ríkisstjórnin ætlar að afhenda sveitarfélögum grunnskólann á árinu 1995 í algjöru fjársvelti ef Alþingi samþykkir þá tilflutning verkefnanna. Skilningsleysið á málefnum og mikilvægi grunnskólans virðist algjört. Ástandið er þannig í ýmsum bekkjardeildum að kennarar geta ekki leyft börnum að standa á fætur eftir að þau eru sest vegna þrengsla.

3. Vantar hundruð milljóna?
    Við meðferð málsins í menntamálanefnd var spurt um verðlagsforsendur frumvarpsins. Giskað var á að í frumvarpinu óbreyttu væri verulegur niðurskurður umfram það sem í raun sæist þar sem verðlagsforsendur frumvarpsins væru ekki réttar. Menntamálaráðuneytið var beðið um að gera grein fyrir þessu máli á minnisblaði. Minnisblaðið kom aldrei og ástæða þess hve seint þetta álit minni hlutans kemur er að beðið hefur verið eftir minnisblaði menntamálaráðuneytisins um verðlagsforsendur og launaskrið. Minni hlutinn hvetur fjárlaganefnd sérstaklega til þess að fara yfir verðlagsforsendur og launaskrið og bendir á að erfiðara er að leysa slíkan vanda í skólum en annars staðar vegna þess ramma sem skólunum er nú ætlaður. Séu þessar forsendur rangar getur verið að það vanti hundruð milljóna króna í menntamálaráðuneytið eitt. Samtals hafa framlög til menntamála lækkað um 1,6 milljarða kr. í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Alþingi, 30. nóv. 1993.



Kristín Ástgeirsdóttir.


Valgerður Sverrisdóttir.


Svavar Gestsson.





Fylgiskjal XI.

Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 (10 Samgönguráðuneyti).

Frá samgöngunefnd.



    Samgöngunefnd hefur skv. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar. Á fund nefndarinnar kom Rúnar Guðjónsson frá fjármálaráðuneytinu og fór yfir þessi mál. Nefndin ræddi einnig við Þorgeir Pálsson flugmálastjóra og Ágúst Valgeirsson, framkvæmdastjóra fjármála hjá Flugmálastjórn, Hermann Guðjónsson, vita- og hafnamálastjóra, og Helga Hallgrímsson vegamálastjóra.
    Nefndin áskilur sér rétt til að fjalla nánar um einstaka gjaldaliði Vegagerðar ríkisins samkvæmt frumvarpinu áður en þær tillögur verða afgreiddar fyrir 2. umræðu. Enn fremur áskilur nefndin sér rétt til að móta síðar tillögur um skiptingu á fé samkvæmt liðnum „Vetrarsamgöngur og vöruflutningar“. Nefndin bendir á að sótt er um háar fjárveitingar til rekstrar flugfélaga af þessum lið frumvarpsins og er hæpið að hann rúmi það að við þeim óskum sé orðið án þess að til komi heildarhækkun. Þá bendir nefndin á að ekki er fullt samræmi í því að skerða sérmerkta tekjustofna Vegagerðar ríkisins á sama tíma og framkvæmdafé stofnunarinnar er aukið með lántökum. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við frumvarpið.
    Fjarstaddir afgreiðslu málsins voru Árni Johnsen, Egill Jónsson og Sturla Böðvarsson.

Alþingi, 24. nóv. 1993.



Pálmi Jónsson, form.


Petrína Baldursdóttir.


Stefán Guðmundsson.


Jóhann Ársælsson.


Guðni Ágústsson.


Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.






Fylgiskjal XII.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 (05 Sjávarútvegsráðuneyti).

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Sjávarútvegsnefnd hefur skv. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar. Nefndin ræddi við Árna Kolbeinsson ráðuneytisstjóra, Jakob Jakobsson og Vigni Thoroddsen frá Hafrannsóknastofnun, Þórð Ásgeirsson frá Fiskistofu, Sigurjón Arason og Má Svavarsson frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Bjarna K. Grímsson frá Fiskifélagi Íslands.
    Fram kom að gert er ráð fyrir nánast óbreyttum fjárlögum frá því sem var á þessu ári. Nefndin bendir á að fjárframlög til rannsókna voru skorin niður á fjárlögum þessa árs sem er hættuleg þróun og gera þarf allar hugsanlegar ráðstafanir til að kom í veg fyrir að þessi niðurskurður endurtaki sig. Nefndin gerir þó engar tillögur til breytinga á frumvarpinu að svo stöddu.
    Anna Ólafsdóttir Björnsson, fulltrúi Samtaka um kvennalista, hefur setið fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk þessu áliti.

Alþingi, 24. nóv. 1993.



Matthías Bjarnason, form.


Steingrímur J. Sigfússon.


Stefán Guðmundsson.


Guðmundur Hallvarðsson.


Jóhann Ársælsson.


Jónas Hallgrímsson.


Árni R. Árnason.






Fylgiskjal XIII.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 (14 Umhverfisráðuneyti).

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur skv. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og í samræmi við bréf fjárlaganefndar, dags. 20. október 1993, fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar. Á fund nefndarinnar komu frá umhverfisráðuneyti Þórður H. Ólafsson skrifstofustjóri og Jón Gunnar Ottósson skrifstofustjóri og skýrðu þá liði frumvarpsins er varða ráðuneytið og stofnanir þess.
    Nefndin fjallaði um einstaka þætti frumvarpsins og ítarlega um þætti varðandi starfsemi Landmælinga Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Skipulags ríkisins, Náttúruverndarráðs og Veðurstofu Íslands. Nefndin heimsótti Landmælingar Íslands og fékk á sinn fund Ágúst Guðmundsson, forstjóra stofnunarinnar, og Kristján Guðjónsson fjármálastjóra. Auk þess komu á fund nefndarinnar frá Náttúrufræðistofnun Íslands Þóra Ellen Þórhallsdóttir stjórnarformaður, Ævar Petersen, forstöðumaður seturs Náttúrufræðistofnunar í Reykjavík, og Sveinn Jakobsson, yfirdeildarstjóri setursins. Þá fékk nefndin á sinn fund Stefán Thors, skipulagsstjóra ríkisins, og frá Náttúruverdarráði Arnþór Garðarsson, formann ráðsins, Þórodd F. Þóroddsson framkvæmdastjóra og Lárus Þór Svanlaugsson fjármálastjóra. Enn fremur komu á fund nefndarinnar frá Veðurstofu Íslands Páll Bergþórsson veðurstofustjóri, Magnús Jónsson veðurfræðingur og Sigríður H. Ólafsdóttir fjármálastjóri. Þá studdist nefndin við skrifleg gögn sem henni bárust frá framangreindum aðilum.
    Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1994 er gert ráð fyrir að framlag til Landmælinga Íslands lækki um 30,5 millj. kr. frá fjárlögum þessa árs. Forsvarsmenn Landmælinga lögðu í viðræðum við nefndina áherslu á mikilvægi þess að stofnuninni yrði gert kleift að halda áfram vinnu við svokallaða DMA-kortagerð sem unnin er samkvæmt samningi íslenska ríkisins við Landmælingastofnun varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn verja talsverðu fé til þessa verkefnis og fyrir liggur að þeir munu halda verkinu áfram, enda þótt Íslendingar verði ekki aðilar að því. Það hefði þær afleiðingar að umrædd kort yrðu byggð á gömlum og jafnvel úreltum upplýsingum og væru því nánast ónothæf til dreifingar hér á landi. Forsvarsmenn Landmælinga fullyrða að þörf sé fyrir kort af þessari gerð hér á landi og óhjákvæmilegt verði að ráðast í gerð sambærilegra korta síðar. Fyrir liggur að það verk yrði a.m.k. fjórfalt dýrara en verk unnið á grundvelli umrædds samnings. Fram kom að forsenda þess að Íslendingar fái staðið við sinn hluta samningsins er að Landmælingar Íslands fái fjárveitingu sem nemur 14 millj. kr. á ári næstu þrjú árin auk fjárveitingar til tækjabúnaðar sem nemur 12,7 millj. kr. Umhverfisnefnd telur mikilvægt að fjárveitingar til stofnunarinnar verði hækkaðar sem þessum fjárhæðum nemur þannig að unnt verði að ljúka verkefninu. Bent skal á að þrátt fyrir að slík fjárveiting fengist samþykkt þarf stofnunin að fækka starfsmönnum þar sem við blasir lækkun á sértekjum, auk niðurskurðar á fjárveitingum.
    Fulltrúar Náttúrufræðistofnunar Íslands vöktu athygli á aukinni starfsemi á vegum stofnunarinnar á grundvelli laga nr. 60 frá 1. júlí 1992. Fram kom í máli þeirra að framlag á fjárlögum væri talsvert lægra en þeir höfðu óskað eftir og ekki í samræmi við þau auknu verkefni sem stofnuninni væri ætlað að inna af hendi. Umhverfisnefnd vekur athygli á því að framsetning í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1994 er ekki í samræmi við athugasemdir við 2. gr. laga nr. 60/1992, um Náttúrufræðistofnun Íslands. Þar segir að hvert setur Náttúrufræðistofnunar eigi að hafa sjálfstæðan fjárhag, en í því felist m.a. að við afgreiðslu fjárlaga sé tekin ákvörðun um fjárveitingar til hvers seturs fyrir sig og að þau skuli öll hafa eigin stofnananúmer á fjárlögum. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að tekið verði tillit til þessara ákvæða við frágang fjárlaga.
    Í máli skipulagsstjóra ríkisins kom fram að verkefni Skipulags ríkisins munu aukast á næsta ári, m.a. með gildistöku laga nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum. Þá liggur fyrir að sértekjur stofnunarinnar munu lækka vegna samdráttar í nýbyggingum. Í skýringum með fjárlagafrumvarpi kemur fram að auknum kostnaði skuli mætt með skipulagsbreytingum og hagræðingu í rekstri. Umhverfisnefnd vill sérstaklega vekja athygli á að í lögum nr. 73/1993, um breytingu á skipulagslögum, nr. 19/1964, er kveðið á um vinnu við skipulag miðhálendis Íslands. Ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu til starfsemi miðhálendisnefndar í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1994. Umhverfisnefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggð verði fjárveiting til að standa straum af kostnaði við störf nefndarinnar, en hann hefur verið áætlaður 2,5 millj. kr.
    Forsvarsmenn Náttúruverndarráðs vöktu athygli á að fjárveitingar til ráðsins hefðu verið í lágmarki um margra ára skeið. Það fé, sem stofnuninni væri markað á fjárlögum og með sértekjum, væri of lágt til að Náttúrruverndarráð gæti annast þau verkefni sem því væri ætlað að sinna. Svo lág fjárveiting sem gert væri ráð fyrir á næsta ári, líkt og undanfarin ár, leiddi til þess að rekstur ráðsins væri óhagkvæmur. Starfsemin byggðist of mikið á lausráðnu starfsfólki og ýmis verkefni við þjóðgarða og önnur friðlýst svæði sætu á hakanum.
    Framlag til Veðurstofu Íslands er í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1994 lækkað um 4 millj. kr. frá fjárlögum 1993. Í skýringum með fjárlagafrumvarpinu kemur auk þess fram að stofnuninni sé ætlað að mæta auknum útgjöldum vegna breytinga á ráðningarkjörum hluta starfsmanna með niðurskurði á öðrum sviðum. Í greinargerð, sem Veðurstofa Íslands lagði fyrir umhverfisnefnd, kemur fram að umrædd útgjöld muni nema 12–14 millj. kr. Að teknu tilliti til aukinna sértekna telur veðurstofustjóri að stofnunina vanti 10–12 millj. kr., en ekki sé unnt að gera tillögur um niðurskurð til að mæta því án þess að starfsemi stofnunarinnar bíði óhæfilegan hnekki. Veðurstofustjóri tekur fram að breyting á starfskjörum hafi verið studd af umhverfisráðuneytinu og fer eindregið fram á að fjárveiting til Veðurstofunnar árið 1994 verði hækkuð um 10–12 millj. kr.
    Varðandi álit umhverfisnefndar um Landmælingar Íslands og Skipulag ríkisins leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks áherslu á að fjárlaganefnd leiti leiða til að standa við samningsbundnar skuldbindingar og lagafyrirmæli innan þeirra marka sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
    Fulltrúar Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Kvennalista telja að í frumvarpi til fjárlaga sé gert ráð fyrir allt of lágum fjárveitingum til umhverfisráðuneytis í heild. Þessir fulltrúar lýsa yfir áhyggjum vegna lágra fjárveitinga til Náttúruverndarráðs enn eitt árið og vekja athygli á að ráðinu er ætlað þriðjungi minna fé til starfsemi sinnar en það taldi nauðsynlegt til að geta sinnt verkefnum sínum með fullnægjandi hætti.

    Einstakir nefndarmenn munu, ef þeir svo kjósa, standa að frekari tillögum og lýsa nánar viðhorfum sínum við framhaldsumræðu málsins.

Alþingi, 23. nóv. 1993.



Kristín Einarsdóttir, form.


Petrína Baldursdóttir.


Tómas Ingi Olrich.


Jón Helgason.


Árni M. Mathiesen, með fyrirvara.


Hjörleifur Guttormsson.


Árni R. Árnason.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Ólafur Ragnar Grímsson.






Fylgiskjal XIV.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 (03 Utanríkisráðuneyti).

Frá utanríkismálanefnd.



    Utanríkismálanefnd hefur, skv. 2. mgr. 25. gr. þingskapa Alþingis og í samræmi við bréf fjárlaganefndar dags. 20. október 1993, fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar. Nefndin fékk á sinn fund til viðræðna um málið Þorstein Ingólfsson, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, og Benedikt Jónsson sendifulltrúa í sama ráðuneyti og gerðu þeir grein fyrir utanríkismálakafla frumvarpsins og svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna. Þá lögðu þeir fram yfirlit um þróun útgjalda milli áranna 1991–1994 sem og greinargerðir um mannaráðningar og starfsskipan í utanríkisþjónustunni, um innstæður á reikningum sendiráða og fastanefnda erlendis og um framlög Íslands til þróunaraðstoðar.
    Sú almenna skoðun kom fram í nefndinni að mikilvægt væri að Ísland gætti sem best hagsmuna sinna með virkum hætti hjá þeim helstu fjölþjóðastofnunum er landið á aðild að. Nefndin beinir því til ráðuneytisins að reynt verði að haga sparnaði í rekstri utanríkisþjónustunnar þannig að hann komi ekki niður á þátttöku Íslands í fjölþjóðastofnunum. Í nefndinni var vakin athygli á því að heildarframlag Íslands til þróunarmála lækkar frá gildandi fjárlögum og varað við því að Ísland dragi almennt úr þróunaraðstoð sinni. Jafnframt var gerð athugasemd við að þó að einstakir liðir hækki í íslenskum krónum þá lækka þeir í erlendri mynt vegna gengisþróunar og var talið eðlilegt að miða við að í slíkum tilvikum yrði a.m.k. um að ræða óbreytta fjárhæð í erlendri mynt.
    Nefndin fjallaði einnig um ýmis önnur atriði í utanríkismálakafla fjárlagafrumvarpsins en gerir ekki á þessu stigi tillögur um þau atriði en hyggst taka sum þeirra til nánari umfjöllunar síðar í ljósi almennrar stefnumótunar á þeim sviðum. Þá áskilja einstakir nefndarmenn sér rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum er fram kunna að koma.

Alþingi, 22. nóv. 1993.



Björn Bjarnason, form.


Steingrímur Hermannsson.


Petrína Baldursdóttir.


Ólafur Ragnar Grímsson.


Anna Ólafsdóttir Björnsson.


Árni R. Árnason.


Páll Pétursson.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Árni M. Mathiesen, með fyrirvara.