Ferill 84. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 84 . mál.


373. Breytingartillögur


við frv. til l. um félagslega aðstoð.

Frá minni hluta heilbrigðis- og trygginganefndar (FI, IP, MF, ISG).


    Við 1. gr. Síðari málsliður 2. mgr. falli brott.
    Við 2. gr.
         
    
    Í stað orðanna „Heimilt er að greiða“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: Greiða skal.
         
    
    Í stað orðanna „Tryggingaráði er heimilt að“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: Tryggingaráð skal.
         
    
    Í stað orðanna „Tryggingaráði er og heimilt að“ í síðari málslið 3. mgr. komi: Tryggingaráð skal og.
    Við 3. gr. Í stað orðanna „er heimilt að“ í 1. málsl. komi: skal.
    Við 4. gr. Í stað orðanna „Heimilt er að greiða“ í 1. málsl. komi: Greiða skal.
    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                   Makabætur.
                  
Maki eða sá sem heldur heimili með og annast elli- eða örorkulífeyrisþega og getur af þeim sökum einungis stundað vinnu utan heimilis að takmörkuðu leyti á rétt á umönnunarbótum er nemi allt að 35.013 kr. á mánuði. Bæturnar skerðast sem nemur tekjum af vinnu utan heimilis og öðrum greiðslum samkvæmt lögum þessum.
    Við 6. gr.
         
    
    Í stað orðanna „Heimilt er að greiða“ í fyrri málsgrein komi: Greiða skal.
         
    
    Í stað orðanna „er heimilt að“ í síðari málsgrein komi: skal.
    Við 7. gr. Greinin orðist svo:
                   Makalífeyrir.
                  Greiða skal eftirlifandi maka, sem lögheimili á hér á landi og orðinn er 50 ára við lát maka síns, makalífeyri til 67 ára aldurs, enda hafi eftirlifandi maki átt hér lögheimili a.m.k. þrjú síðustu árin áður en hann lést.
                  Makalífeyrir miðast við aldur eftirlifandi maka þegar lífeyrisréttur stofnaðist og lögheimilistíma þess hjóna sem lengri réttindatíma átti. Við ákvörðun lögheimilistímans skal reikna með tímann fram til 67 ára aldurs. Sé lögheimilistíminn a.m.k. 40 ár og aldur eftirlifandi maka a.m.k. 60 ár greiðist fullur lífeyrir. Fyrir hvert ár eða brot úr ári, sem vantar í 60 ára aldur, lækkar lífeyririnn um 5%. Sé lögheimilistíminn skemmri en 40 ár greiðist hlutfallslega lægri makalífeyrir.
                  Ákvæði 1. og 2. mgr. skulu, eftir því sem við getur átt, einnig gilda um eftirlifandi maka, fráskilið eða ógift foreldri ef það er orðið 50 ára, þegar það hættir að taka barnalífeyri eða meðlag.
                  Heimilt er að veita eftirlifandi maka makalífeyri frá 50 ára aldri þótt hann hafi verið yngri er maki hans lést, enda hafi hjónabandið staðið a.m.k. 20 ár.
                  Makalífeyrir fellur niður ef eftirlifandi maki gengur í hjónaband.
                  Fullur árlegur makalífeyrir skal vera 147.948 kr.
    8. gr. falli brott.
    Við 9. gr. Í stað orðanna „ Heimilt er að greiða“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: Greiða skal.