Ferill 271. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


117. löggjafarþing 1993–1994.
Nr. 2/117.

Þskj. 375  —  271. mál.


Þingsályktun

um sjálfbæra atvinnuþróun í Mývatnssveit.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta Byggðastofnun, í samvinnu við Skipulag ríkisins, Náttúruverndarráð og sveitarstjórn Skútustaðahrepps, gera úttekt á þróunarforsendum og möguleikum á nýsköpun í atvinnulífi í Mývatnssveit er falli að markmiðum um náttúruvernd á svæðinu. Við úttektina verði m.a. höfð hliðsjón af skýrslu Skipulags ríkisins um umhverfismat fyrir Skútustaðahrepp frá í júlí 1993.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 1993.