Ferill 149. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


117. löggjafarþing 1993–1994.
Nr. 3/117.

Þskj. 377  —  149. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu bókunar við alþjóðasamning um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar og bókunar við alþjóðasamning um stofnun alþjóðasjóðs til að bæta tjón af völdum olíumengunar.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd bókun við alþjóðasamning frá 29. nóvember 1969 um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar og bókun við alþjóðasamning frá 18. desember 1971 um stofnun alþjóðasjóðs til að bæta tjón af völdum olíumengunar sem gerðar voru í Lundúnum 19. nóvember 1976.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 1993.