Ferill 233. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 233 . mál.


390. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/1990, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.


Frá meiri hluta félagsmálanefndar (RG, EH, EKG, GuðjG, VG).

    Við 6. gr. Á eftir „9,2%“ komi: og eigi lægra en 8,4%.
    Við 10. gr.
         
    
    Eftirfarandi breytingar verði á 1. efnismgr.:
                   
    Orðin „á árinu 1994“ í 1. málsl. falli brott.
                   
    Í stað orðanna „árslok 1993“ í 4. og 6. málsl. komi: árslok áður en álagning fer fram.
                   
    Við málsgreinina bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Skattur samkvæmt ákvæði þessu rennur óskiptur til sveitarsjóðs. Sveitarstjórn annast álagningu og innheimtu skattsins en getur falið sérstökum innheimtuaðila innheimtuna.
         
    
    2. efnismgr. orðist svo:
                            Eigendur fasteigna skulu senda því sveitarfélagi, sem eign er í, skrá yfir eignir sem falla undir ákvæði þetta ásamt upplýsingum um síðasta heildarfasteignamatsverð þeirra, eða eftir atvikum kostnaðarverð. Enn fremur skal skrá þar upplýsingar um notkun þeirra, svo og upplýsingar um rúmmál eigna sem einnig eru notaðar til annars en verslunarreksturs og skrifstofuhalds. Sveitarstjórn auglýsir frest eigenda til að skila upplýsingum þeim er að framan greinir. Vanræki húseigandi að senda skrá yfir eignir sem ákvæði þetta tekur til er sveitarstjórn heimilt að nota aðrar uppýsingar til viðmiðunar við álagningu þar til húseigandi bætir úr. Skattyfirvöld skulu veita sveitarstjórnum þær upplýsingar sem þörf er á í sambandi við framkvæmd ákvæðis þessa, þar á meðal skal heimila sveitarstjórnum aðgang að skrám yfir aðila sem skattlagðir voru á grundvelli V. kafla laga nr. 111/1992, um breytingar í skattamálum.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                            Bráðabirgðaákvæði þetta gildir þar til félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa unnið að nánari útfærslu málsins með það að markmiði að þessi sérstaki viðbótarskattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði falli að núverandi fyrirkomulagi við álagningu fasteignaskatts sveitarfélaga.
    Við 10. gr. bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, II, sem orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. 26. gr. er ráðherra heimilt á árinu 1993 að auglýsa sérstaka fresti sveitarstjórnum til handa til að ákveða hundraðshluta útsvars. Tilkynning til fjármálaráðuneytis, sbr. 2. mgr. 26. gr., skal hafa borist eigi síðar en tveimur dögum eftir að ákvörðun sveitarstjórnar átti að liggja fyrir. Vanræki sveitarstjórn að tilkynna innan tiltekins frests skal miða við ákvörðun fyrra árs að viðbættu 1,5%.