Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 251 . mál.


405. Nefndarálit



um frv. til l. um breytingar í skattamálum.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og á fund hennar komu frá fjármálaráðuneytinu Bolli Þór Bollason skrifstofustjóri, Indriði H. Þorláksson skrifstofustjóri, Maríanna Jónasdóttir deildarstjóri, Snorri Olsen deildarstjóri, Jón H. Steingrímsson deildarstjóri og Bragi Gunnarsson lögfræðingur. Þá komu Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóri, Jón Guðmundsson, forstöðumaður virðisaukaskattsdeildar, og Friðleifur Jóhannsson, forstöðumaður tekjuskattsskrifstofu ríkisskattstjóraembættisins, Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri ríkisins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Jóhann Rúnar Björgvinsson og Stefán Jensen frá Þjóðhagsstofnun, Benedikt Davíðsson, formaður ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur BSRB, Páll Halldórsson, formaður BHMR, Birgir Björn Sigurjónsson, hagfræðingur BHMR, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ, Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnufélaganna, Wilhelm Wessman, formaður Sambands veitinga- og gistihúsa, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa, Áslaug Alfreðsdóttir, varaformaður Sambands veitinga- og gistihúsa, Kolbeinn Arinbjarnarson, forstöðumaður innanlandsflugs hjá Flugleiðum, Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsflugi hf., Hörður Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá Flugfélaginu Erni hf., Guðni Steinar Gústafsson, löggiltur endurskoðandi, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Þórleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur Stéttarsambands bænda, Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri, Bjarni Finnsson, formaður Kaupmannasambands Íslands, Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambands Íslands, Stefán S. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, Birgir Rafn Jónsson, formaður Íslenskrar verslunar, Jóhannes Jónsson kaupmaður, Sigurbergur Sveinsson kaupmaður, Jónas Friðrik Jónsson frá Verslunarráði Íslands, Ellert B. Schram, forseti Íþróttasambands Íslands, Stefán Konráðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Íþróttasambands Íslands, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, Þórir Haraldsson, varaformaður Ungmennafélags Íslands, Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður þróunarsviðs hjá Byggðastofnun, Kjartan Lárusson, formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa, Karl Sigurhjartarson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra ferðaskrifstofa, Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar, Alexander Eðvardsson, löggiltur endurskoðandi, Kristmann Magnússon, varaformaður Félags raftækjasala, Kristín Sigurðardóttir, formaður Samtaka landflutningamanna, Guðmundur Arnaldsson, framkvæmdastjóri Landvara, Pétur Davíðsson formaður Trausta, félags sendibifreiðastjóra, Gunnar Sveinsson, framkvæmdastjóri Umferðamiðstöðvarinnar, Pétur Fenger, framkvæmdastjóri Almenningsvagna bs., Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Hörður Gíslason og Sveinn Andri Sveinsson frá stjórnarnefnd um almenningssamgöngur í Reykjavík og Magnús Oddson formaður Ferðamálaráðs Íslands. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Almenningsvögnum bs., ASÍ, BHMR, BSRB, Ferðaþjónustu bænda, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Félagi íslenskra ferðaskrifstofa, Íslenskri verslun, ÍSÍ, Kaupmannasamtökunum, Kristmanni Magnússyni, Landssambandi smábátaeigenda, Neytendasamtökunum, Olíufélaginu hf., Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Skeljungi hf., Sambandi veitinga- og gistihúsa, Samtökum iðnaðarins, Samtökum landflutningamanna, stjórnarnefnd um almenningssamgöngur í Reykjavík, Trausta, félagi sendibifreiðastjóra, Verslunarráði Íslands, Vinnumálasambandi samvinnufélaganna og VSÍ.
    Fyrsti minni hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins með þeim breytingum sem gerðar eru tillögur um á sérstöku þingskjali. Þær breytingar eru eftirfarandi:
    Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir þeirri breytingu að samlagsfélög með ótakmarkaða ábyrgð geti ekki verið sjálfstæðir skattaðilar. Breyting þess efnis er gerð á 1. og 10. gr.
    Í öðru lagi er lögð til leiðrétting á 3. gr. frumvarpsins þannig að greinin nái til allra sem starfa á vegum stjórnarráðsins við sendiráð Íslands en ekki aðeins starfsmanna á vegum utanríkisráðuneytisins.
    Í þriðja lagi er gert ráð fyrir að taka inn í 3. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, orðin „ábyrgðir“ og „lánveitingar“ og víkka ákvæðið þannig út frá því sem gilt hefur fram til þessa en í ákvæðinu eins og það er í dag er aðeins talað um viðskiptaskuldir. Orðið lánveitingar er einnig tekið upp í 2. mgr. 5. tölul. 74. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt. Einnig er gerð tillaga um þá efnisbreytingu á lokamálslið þess ákvæðis að „aðrar lánveitingar sem beint tengjast atvinnurekstrinum“ falla einnig þarna undir.
    Í fjórða lagi er kveðið á um að tekinn sé af allur vafi um að skattrannsóknarstjóra ríkisins beri í hvívetna að gæta ákvæða laga um meðferð opinberra mála í samskiptum sínum við þá aðila sem til rannsóknar eru en þeirri reglu hefur verið fylgt í starfi hans hingað til.
    Í fimmta lagi er lagt til að loðdýrabændum sem fengið hafa niðurfærslu skulda hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins samkvæmt lögum nr. 108/1992 og ríkisábyrgðasjóði verði heimiluð sérstök fyrning eigna sem tengjast loðdýrabúskap. Ákvæði þetta er sett inn vegna þeirrar tekjufærslu til varð hjá umræddum aðilum við niðurfærslu skulda og geta þeir þannig fyrnt eignir að því marki að gjöld vegi upp tekjur.
    Í sjötta lagi er lagt til að 16. gr. falli brott. Sú grein var ekki lögð til sem efnisbreyting á lögunum heldur sett fram til að einfalda framkvæmd skattheimtu á fólksflutningafyrirtækjum sem njóta niðurgreiðslna opinberra aðila. Lagt er til að horfið verði frá þessari grein vegna ótta um að það kunni að verða túlkað íþyngjandi fyrir ýmsar opinberar stofnanir.
    Í sjöunda lagi er gert ráð fyrir þeirri breytingu á 18. gr. að flutningur á ökutækjum með ferjum, sem eru í beinum tengslum við fólksflutninga, verði færður niður í lægra skattþrepið eins og gildir um farþegana. Slíkt mun einfalda alla skráningu og uppgjör. Þá er lögð til sú breyting á 30. gr. að hægt verði með skriflegum samningi að fela öðrum aðila að sjá um framtal, skil og uppgjör virðisaukaskatts. Í ljós hefur komið að verulegum erfiðleikum er bundið að fylgja hefðbundnum reglum vegna sérstakra viðskiptahátta og uppgjörsaðferða varðandi sölu flugfarseðla. Einföldun ákvæðisins felst í því að heimila flugfélagi að skila skattinum þó svo að sala fari fram í gegnum ferðaskrifstofur enda séu öll viðskipti tryggilega skráð í sölukerfi sem skattyfirvöld samþykkja.
    Í áttunda lagi er lagt til að 37. gr. verði felld brott þannig að sömu reglur gildi sem hingað til um frádráttarbærni tryggingargjalds.
    Í níunda lagi leggur 1. minni hluti til að hætt verði við fyrirhugaða tolla á jurtaolíur þar sem reikna má með að slík tollahækkun hafi óheppileg áhrif á samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda.
    Í tíunda lagi er lagt til að málningarvörur, einangrunarplast og þakpappi verði flutt úr 10% vörugjaldi í gjaldflokk 6% vörugjaldi í gjaldflokki A. Til að vega upp tekjutap ríkissjóðs vegna þessarar breytingar er lagt til að vörugjald af þeim vörum sem eftir standa í gjaldflokki B, þ.e. ýmsum byggingarvörum og snyrtivörum, hækki í 11% í stað 10%.
    Í ellefta lagi er lagt til að lagfærð verði upptalning tollnúmera í gjaldflokki D í viðauka I við lög um vörugjald.
    Loks leggur 1. minni hluti til að við frumvarpið bætist tveir nýir kaflar sem eiga rót sína að rekja til afnáms aðstöðugjalds sem tekjustofn fyrir sveitarfélög. Annars vegar kafli um breytingar á tekjugreinum laga nr. 114/1990, um Útflutningsráð Íslands. Í stað aðstöðugjalds er gerð tillaga um að tekið verði upp svokallað markaðsgjald sem lagt verði á veltu fyrirtækja. Sett er inn sérstakt ákvæði til að koma í veg fyrir að fyrirtæki velti þessu gjaldi beint út í verðlagið. Hins vegar er um að ræða nýjan kafla um breytingu á lögum nr. 36/1993, um kirkjugarða. Til að mæta tekjutapi kirkjugarða þjóðkirkjunnar vegna afnáms aðstöðugjaldsins er lagt til að kirkjugarðar fái í sinn hlut vissar fjárhæðir af innheimtu framangreinds markaðsgjalds.

Alþingi, 15. des. 1993.



Rannveig Guðmundsdóttir,

Guðjón Guðmundsson.

Sólveig Pétursdóttir.


frsm.



Árni R. Árnason.