Ferill 296. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 296 . mál.


434. Nefndarálit



um till. til þál. um viðbrögð vegna starfsleyfis fyrir THORP-endurvinnslustöðina í Sellafield.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk á sinn fund til viðræðna um hana Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra, Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóra í umhverfisráðuneytinu, og Jón Gunnar Ottósson, skrifstofustjóra í sama ráðuneyti.
    Nefndin vekur athygli á nauðsyn þess að stuðlað sé að nánu samstarfi við aðrar þjóðir þegar mótmælt er við Breta útgáfu starfsleyfis fyrir THORP-endurvinnslustöðina í Sellafield. Þá leggur nefndin áherslu á að nýtt séu öll ákvæði Parísarsamningsins um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum í því skyni að bresk stjórnvöld falli frá áformum sínum. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með breytingu, sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali, og hvetur til að tillagan, þannig breytt, verði kynnt sendiherra Breta á Íslandi þegar hann verður kallaður á fund starfandi utanríkisráðherra eins og fyrirhugað er og verði fylgt eftir með þeim ráðum sem tiltæk eru.

Alþingi, 16. des. 1993.



Björn Bjarnason,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Ólafur Ragnar Grímsson.


form., frsm.



Anna Ólafsdóttir Björnsson.

Jón Helgason.

Guðmundur Bjarnason.



Árni R. Árnason.

Geir H. Haarde.

Lára Margrét Ragnarsdóttir.