Ferill 296. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


117. löggjafarþing 1993–1994.
Nr. 5/117.

Þskj. 436  —  296. mál.


Þingsályktun

um viðbrögð vegna starfsleyfis fyrir THORP-endurvinnslustöðina í Sellafield.


    Alþingi ályktar að mótmæla harðlega ákvörðun breskra stjórnvalda 15. desember 1993 að veita THORP-endurvinnslustöðinni fyrir geislavirkan kjarnorkuúrgang starfsleyfi og ganga þannig gegn samþykkt aðildarríkja Parísarsamningsins um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum sem gerð var í Berlín í júní 1993.
    Alþingi væntir þess að ríkisstjórnin grípi til skjótra viðbragða í tilefni þessarar ákvörðunar sem ógnar lífshagsmunum íslensku þjóðarinnar vegna áhrifa á lífríki hafsins og nýtingu auðlinda þess.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 1993.