Ferill 298. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 298 . mál.


466. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99 8. september 1993.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund sinn frá landbúnaðarráðuneytinu Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmann landbúnaðarráðherra, og Guðmund Sigþórsson skrifstofustjóra, frá Framleiðsluráði landbúnaðarins Gísla Karlsson framkvæmdastjóra, frá Stéttar sambandi bænda Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóra og frá Búnaðarfélagi Íslands Jónas Jónsson búnaðarmálastjóra. Þá komu á fund nefndarinnar Sigurður Líndal prófessor og Sveinn Snorrason hrl.
    Ekki náðist samkomulag í nefndinni um afgreiðslu málsins, en meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með smávægilegum breytingum, formlegs eðlis, sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Eggert Haukdal skrifar undir álitið með fyrirvara og áskilur sér rétt til að flytja breytingartillögur eða fylgja þeim sem fram kunna að koma.

Alþingi, 18. des. 1993.



Egill Jónsson,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Árni M. Mathiesen.


form., frsm.



Einar K. Guðfinnsson.

Eggert Haukdal,


með fyrirvara.