Ferill 233. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 233 . mál.


471. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/1990, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (RG, GuðjG, EH, EKG, GE).



    Við 10. gr. Ákvæði til bráðabirgða II orðist svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. 26. gr. skulu sveitarstjórnir hafa frest til 15. janúar 1994 til að ákveða hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á því ári.
    Tilkynning til fjármálaráðuneytisins, sbr. 2. mgr. 26. gr., skal hafa borist eigi síðar en 20. janúar 1994. Berist tilkynning sveitarstjórnar ekki innan þess frests skal miða við ákvörðun ársins 1993 að viðbættu 1,5% en þó skal útsvarið að lágmarki vera 8,4%.
    Innheimtuhlutfall útsvars í janúarmánuði 1994 skal miða við ákvarðað útsvar sveitarstjórna á árinu 1993 að viðbættu 1,5% en þó skal það að lágmarki vera 8,4%.