Ferill 101. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 101 . mál.


586. Breytingartillögur



við frv. til l. um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið.

Frá allsherjarnefnd.



    Á eftir 3. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Hafi dómstóll ákveðið að leita álits EFTA-dómstólsins er rétt að veita málsaðila, sem hefur ekki krafist að álitsins verði aflað, gjafsókn vegna þess þáttar málsins. Um skilyrði fyrir gjafsókn í slíku tilviki gilda almennar reglur, enda hafi EFTA-dómstóllinn ekki veitt málsaðilanum gjafsókn eftir starfsreglum sínum.
                  Sé gjafsókn veitt skv. 1. mgr. á gjafsóknarhafi rétt á að fá útlagðan kostnað af rekstri málsins fyrir EFTA-dómstólnum endurgreiddan þótt því sé ekki lokið fyrir dómstólum hér á landi. Þetta gildir þó ekki um þóknun umboðsmanna hans fyrir flutning máls fyrir EFTA-dómstólnum, en fjárhæð hennar verður ákveðin í dómi í aðalmálinu eftir almennum reglum.
                  Ef gagnaðili verður dæmdur til að greiða gjafsóknarhafa málskostnað í aðalmálinu er dómara heimilt við ákvörðun málskostnaðar að horfa fram hjá kostnaði gjafsóknarhafans af öflun álits EFTA-dómstólsins, þannig að hann falli á ríkissjóð. Þetta skal þó að öðru jöfnu ekki gert er gagnaðilinn hefur sjálfur átt frumkvæði að því að álitsins yrði aflað.
    4. gr., er verður 5. gr., orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi.