Ferill 260. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 260 . mál.


667. Nefndarálit



um frv. til l. um afnám laga nr. 39 15. maí 1990, um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað ítarlega um frumvarpið á nokkrum fundum og fékk til sín frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands þá Guðjón A. Kristjánsson og Benedikt Valsson, Óskar Vigfússon og Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands, Helga Laxdal frá Vélstjórafélagi Íslands, Kristján Ragnarsson frá LÍÚ, Arnar Sigurmundsson frá Samtökum fiskvinnslustöðva, Þórð Friðjónsson og Ásgeir Daníelsson frá Þjóðhagsstofnun, Bjarna Braga Jónsson og Ólaf Örn Klemensson frá Seðlabanka Íslands, Svein Hannesson og Þorstein M. Jónsson frá Samtökum iðnaðarins, Árna Benediktsson frá Vinnumálasambandi samvinnufélaganna, Gylfa Arnbjörnsson frá ASÍ, Pétur Bjarnason frá Félagi rækju- og hörpudiskframleiðenda, Hallgrím Snorrason hagstofustjóra og Þórarin V. Þórarinsson og Hannes G. Sigurðsson frá VSÍ.
    Þá bárust nefndinni umsagnir frá ASÍ, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Félagi rækju- og hörpudiskframleiðenda, Íslenskum sjávarafurðum hf., Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Landssambandi smábátaeigenda, Samtökum fiskvinnslustöðva, Samtökum iðnaðarins, Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda hf., Vinnumálasambandi samvinnufélaganna, VSÍ og Þjóðhagsstofnun.
    Meiri hlutinn telur að ekki sé þörf á sérstökum Verðjöfnunarsjóði, sérstaklega eftir að meginhlutinn af innstæðum hans voru greiddar út á síðasta ári. Meiri hlutinn flytur þó eina breytingartillögu við frumvarpið sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali. Þar er lagt til að 10 m.kr. af því sem eftir er í sjóðnum renni til Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda svo að félagið geti hrint af stað markaðsátaki með það fyrir augum að styrkja markaðshlutdeild íslenskrar kaldsjávarrækju erlendis.

Alþingi, 2. mars 1994.



Matthías Bjarnason,

Árni R. Árnason.

Gunnlaugur Stefánsson.


form., frsm.



Vilhjálmur Egilsson.

Guðmundur Hallvarðsson.