Ferill 121. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 121 . mál.


681. Nefndarálit



um frv. til l. um stofnun hlutafélags um Lyfjaverslun ríkisins og heimild til sölu hlutabréfa í því félagi.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Á fundi nefndarinnar komu til viðræðna um frumvarpið frá fjármálaráðuneytinu Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður ráðherra, og Jón Ragnar Blöndal deildarstjóri, frá Ríkisendurskoðun Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi og Ingi K. Magnússon skrifstofustjóri, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, Sigríður Kristinsdóttir, formaður SFR, Páll Halldórsson formaður og Birgir Björn Sigurjónsson, framkvæmdastjóri BHMR, Jóhanna Jóhannsdóttir og Thelma Guðmundsdóttir sem fulltrúar starfsmanna í BSRB, Bessi Gíslason og Örn Guðmundsson sem fulltrúar lyfjafræðinga hjá Lyfjaverslun ríkisins, Hjörleifur Þórarinsson, formaður Stéttarfélags íslenskra lyfjafræðinga, Guðjón Pedersen frá Almannavörnum ríkisins, Sigurbjörn Sveinsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, Rannveig Gunnarsdóttir, yfirlyfjafræðingur Landspítalans, og Þór Sigþórsson, forstjóri Lyfjaverslunar ríkisins.
    Eftirtaldir aðilar sendu inn umsagnir vegna frumvarpsins: BHMR, BSRB, SFR, SÍL, Samband íslenskra sveitarfélaga, Verslunarráð Íslands, starfsmenn Lyfjaverslunar ríkisins í BSRB og lyfjafræðingar hjá Lyfjaverslun ríkisins.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með þeim breytingum sem gerðar eru tillögur um á sérstöku þingskjali. Þær breytingar eru eftirfarandi:
    Lagt er til að heimildir fjármálaráðherra til sölu hlutabréfa ríkissjóðs í félaginu verði takmarkaðar þannig að eftir að búið er að selja helming þeirra hlutabréfa þurfi að leita heimildar Alþingis fyrir frekari sölu.
    Þá er lagt til að hið nýja hlutafélag taki til starfa 1. maí 1994 og að réttaráhrif þeirra breytinga eða niðurfellingar á lögum, sem mælt er fyrir um í 5. gr., miðist einnig við það tímamark.
    Loks er lagt til að inn í frumvarpið verði tekið ákvæði til bráðabirgða þar sem sú skylda er lögð á ráðherra að leggja fyrir Alþingi skýrslu um hvernig birgðahald fyrir Almannavarnir ríkisins, sem Lyfjaverslun ríkisins annaðist, verði háttað eftir að hlutafélagið hefur verið stofnað. Þetta er gert til að tryggja að Alþingi geti metið sjálfstætt hvort það öryggishlutverk verði ekki í traustum horfum eftir sem áður.

Alþingi, 2. mars 1994.



Halldór Ásgrímsson,

Vilhjálmur Egilsson,

Rannveig Guðmundsdóttir.


form., með fyrirvara.

frsm.



Kristín Ástgeirsdóttir,

Steingrímur J. Sigfússon,

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.


með fyrirvara.

með fyrirvara.

með fyrirvara.



Ingi Björn Albertsson.

Sólveig Pétursdóttir.

Guðjón Guðmundsson.