Ferill 198. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 198 . mál.


714. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um meðferð einkamála, nr. 91 31. desember 1991.

Frá allsherjarnefnd.



    Á eftir 3. gr. komi ný grein sem orðist svo:
                  Við 2. mgr. 125. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Dómsmálaráðherra getur sett nánari reglur í reglugerð um starfshætti gjafsóknarnefndar, þar á meðal um viðmiðunarmörk í mati hennar á skilyrðum fyrir gjafsókn skv. a-lið 1. mgr. 126. gr.
    Við 5. gr.
         
    
    Í stað „500.000“ í 1. mgr. komi: 300.000.
         
    
    C-liður 4. mgr. orðist svo: ekki er útilokað samkvæmt fyrirliggjandi gögnum að dómi kunni að verða breytt svo að einhverju nemi.
    Við 7. gr. Orðið „stuttlega“ í síðari málslið 5. mgr. falli brott.
    Við 8. gr.
         
    
    D-liður 1. mgr. orðist svo: í hverju skyni áfrýjað er og hverjar dómkröfur áfrýjandi gerir.
         
    
    E–g liður 1. mgr. falli brott.
    Við 9. gr.
         
    
    Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: svo og greinargerð af sinni hálfu.
         
    
    Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:
                       2. Í greinargerð áfrýjanda skal koma fram:
              a.    Í hverju skyni sé áfrýjað og hvers áfrýjandi krefjist nákvæmlega fyrir Hæstarétti, svo og hvort einnig sé áfrýjað til að fá hnekkt tilteknum úrskurði eða ákvörðun héraðsdómara.
              b.    Málsástæður sem áfrýjandi ber fyrir sig fyrir Hæstarétti. Lýsing þeirra skal vera gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála á hverju áfrýjun sé byggð, en eftir atvikum getur áfrýjandi vísað um þær til tiltekinna skjala málsins. Felli áfrýjandi sig ekki við lýsingu annarra atvika í héraðsdómi skal hann á sama hátt greina frá hvernig hann telji þeim réttilega lýst.
              c.    Tilvísun til helstu réttarreglna sem áfrýjandi byggir málatilbúnað sinn á fyrir Hæstarétti.
              d.    Gögn sem áfrýjandi leggur þegar fram fyrir Hæstarétti, svo og gögn sem hann telur sig þurfa að afla eftir þann tíma.
    Við 10. gr. Í stað orðanna „áfrýjunarstefnu og málsgögn“ í 1. mgr. komi: áfrýjunarstefnu, greinargerð eða málsgögn.
    Við 11. gr.
         
    
    Í stað „tvær“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: fjórar.
         
    
    Í stað „áfrýjunarstefnu“ í lok 2. málsl. 3. mgr. komi: greinargerð.
    Við 13. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Hæstiréttur getur þó heimilað aðila að leggja fram ný gögn eftir lok gagnaöflunar ef ekki var unnt að afla þeirra fyrr eða atvik hafa breyst svo að máli skiptir eftir þann tíma.
    Við 16. gr. Í stað orðanna „áfrýjunarstefnu eða greinargerð stefnda“ í 2. mgr. komi: greinargerð aðilans.
    3. mgr. 23. gr. orðist svo:
                  Hafi mál verið þingfest fyrir Hæstarétti fyrir gildistöku þessara laga en greinargerð áfrýjanda ekki verið lögð fram þar fyrir dómi eða ágrip dómsgerða verið afhent skal Hæstiréttur setja áfrýjanda frest til að afhenda greinargerð og málsgögn eftir ákvæðum 156. gr. Upp frá því skal málið rekið eftir reglum þessara laga, en fyrri ákvörðun um fyrirtöku máls fyrir Hæstarétti fellur þá niður.
    Við 24. gr. Í stað „1. janúar“ komi: 1. júlí.