Ferill 287. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 287 . mál.


746. Breytingartil

lögur

við frv. til l. um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Við 3. gr.
         
    
    Í stað „þrjár“ í 2. mgr. komi: tvær.
         
    
    1. málsl. 1. tölul. orðist svo: Fóðurnefnd, skipuð þremur mönnum, einum tilnefndum af Búnaðarfélagi Íslands, einum tilnefndum af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og dýralækni tilnefndum af yfirdýralækni.
         
    
    2. tölul. orðist svo: Sáðvöru- og áburðarnefnd, skipuð þremur mönnum, einum tilnefndum af Búnaðarfélagi Íslands, einum tilnefndum af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og einum skipuðum af landbúnaðarráðherra án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar.
         
    
    3. tölul. falli brott.
    Við 6. gr. Við greinina bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                  Komi í ljós að vara uppfylli ekki uppgefnar vörulýsingar getur aðfangaeftirlitið krafist stöðvunar á dreifingu og sölu vörunnar.
    Við 8. gr. Í stað orðsins „lögtaki“ komi: fjárnámi.
    Við 10. gr. Í stað orðanna „gildi 1. janúar 1994“ komi: þegar gildi.