Ferill 102. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 102 . mál.


755. Frumvarp til laga



um mannréttindasáttmála Evrópu.

(Eftir 2. umr., 16. mars.)



1. gr.


    Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur lagagildi á Íslandi, en með honum er átt við ákvæði eftirfarandi samninga:
    Samnings frá 4. nóvember 1950 um verndun mannréttinda og mannfrelsis, með áorðnum breytingum samkvæmt eftirtöldum samningsviðaukum:
         
    
    Samningsviðauka nr. 3 frá 6. maí 1963 um breyting á 29. gr. samningsins.
         
    
    Samningsviðauka nr. 5 frá 20. janúar 1966 um breyting á 22. og 40. gr. samningsins.
         
    
    Samningsviðauka nr. 8 frá 19. mars 1985 um breyting á 20., 21., 23., 28., 29., 30., 31., 34., 40., 41. og 43. gr. samningsins.
    Samningsviðauka frá 20. mars 1952 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis (samningsviðauka nr. 1).
    Samningsviðauka nr. 2 frá 6. maí 1963 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis um vald mannréttindadómstóls Evrópu til að láta uppi ráðgefandi álit.
    Samningsviðauka nr. 4 frá 16. september 1963 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis um tiltekin önnur mannréttindi en greinir þegar í samningnum og fyrsta viðauka við hann.
    Samningsviðauka nr. 6 frá 28. apríl 1983 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis varðandi afnám dauðarefsingar.
    Samningsviðauka nr. 7 frá 22. nóvember 1984 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis.
    Samningurinn um verndun mannréttinda og mannfrelsis, með áorðnum breytingum, og samningsviðaukar nr. 1, 2, 4, 6 og 7 eru birtir sem fylgiskjal með þessum lögum.

2. gr.


    Úrlausnir mannréttindanefndar Evrópu, mannréttindadómstóls Evrópu og ráðherranefndar Evrópuráðsins eru ekki bindandi að íslenskum landsrétti.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.



Fylgiskjal.





REPRÓ úr 3. hefti 1993 blaðsíður 759–778 að striki.



Athugið að fylgiskjalshausinn breytist og er með í sendingunni.