Ferill 272. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 272 . mál.


774. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 97/1993.

Frá félagsmálanefnd.



    Á eftir 4. gr. komi ný grein sem orðist svo:
                  8. mgr. 74. gr. laganna orðast svo:
                  Þegar um almennar kaupleiguíbúðir er að ræða skal 20% lán framkvæmdaraðila gjaldfellt og kaupanda veitt heimild til að fá lán úr Byggingarsjóði verkamanna til 25 ára.
    Á eftir 5. gr., er verði 6. gr., komi tvær nýjar greinar sem orðist svo:
         
    
    (7. gr.)
                            Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, VI, svohljóðandi:
                            Húsnæðisstofnun ríkisins getur heimilað frestun á greiðslum hjá einstökum lánþegum Byggingarsjóðs ríkisins og skuldurum fasteignaveðbréfa húsbréfadeildar ef viðkomandi hefur orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu vegna atvinnuleysis, minnkandi atvinnu, veikinda eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna. Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. janúar 1996.
         
    
    (8. gr.)
                            Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, VII, svohljóðandi:
                            Þeim aðilum, sem til þessa hafa fengið fimm ára lán frá Byggingarsjóði ríkisins eða Byggingarsjóði verkamanna til kaupa á almennri kaupleiguíbúð, er heimilt að sækja um skuldbreytingu þeirra lána til allt að 25 ára, að teknu tilliti til þess lánstíma sem liðinn er. Ákvæði þetta gildir til 31. desember 1994.